Verður Sævar aflahærri enn Sævar
Þá er nýjsti handfæralistinn fyrir árið 2022 kominn hérna á Aflafrettir.is
sem hægt er að skoða HÉRNA.
árið 2022 er búið að vera heldur betur gott fyrir færabátanna því að alls hafa 7 bátar náð yfir 100 tonnin sem er feikilega góður árangur
undanfarin 2 ár, þá hefur Unnsteinn sem gerir út Sævar SF verið aflahæsti færabátur landsins, og til að mynd árið 2021
þá náði unnsteinn ansi mögnuðum afla, því að báturinn landaði alls 168 tonnum og var langaflahæsti færabátur landsins það ár
Báturinn sem Unnsteinn á heitir Sævar SF og er það cleopatra bátur, alveg samskonar bátur er búinn að vera að róa frá Sandgerði núna í ár á færum
og heitir sá bátur Guðrún GK 90.
Guðrún GK hefur náð feikilega góður árangri á ufsanum í ár og er þegar þetta er skrifað kominn með 112 tonn í ár, og orðin næst aflahæsti handfærabátur landsins.
og það sem er kanski skemmtilegast við þetta er að skipstjórinn á Guðrún GK heitir Sævar .
og já því er óhætt að spyrja, Verður Sævar aflahærri enn Sævar?.
til þess að Sævar verði aflahærri enn Sævar, þá þarf Sævar á Guðrúnu GK að ná 16 tonnum af færafiski í desember.
desember hefur nú ekki verið stór mánuður á færaveiðum, en ef Sævar nær því þá er það vægast sagt ótrúlegur árangur.
enn við skulum sjá hvernig þetta fer
Guðrún GK sem að Sævar er skipstjóri á,. Mynd Gísli Reynisson
Sævar SF mynd Gestur Leó Gíslason