Verður vertíðin 2023 hundleiðinleg?
Vægast sagt ansi skrýtnir tímar sem við lifum á núna sjávarútvegslega séð. því að sjaldan hefur veiði verið jafn góð og núna í ár,
og það sést bara best á því hversu góð veiði var á vertíðinni 2022, og líka mokveiði núna í haust. t.d eru núna 2 togarar sem hafa náð yfir 900 tonna afla í nóvember
og 5 minni línubátar náð yfir 200 tonna afla, auk þess sem að nokkrir stóri línubátar hafa náð yfir 500 tonna afla núna í nóvember.
þessi góða veiði skýtur nokkru skökku við því að á sama tíma þá mælir hafró minni og minni þorskstofn og skerti t.d þorkskvótann töluvert á þessu
fiskveiðiári, samanborið við fiskveiði árið 2021-2022.
núna er ekki nema einn mánuður eftir af þessu mikla og góða aflaári, og framundan er því vetrarvertíðin 2023.
En verður hún bara hundleiðileg ?
það er alveg ljóst að veiði verður góð, og án efa verður mokveiði hjá mörgum bátanna. en vegna þess hversu bátarnir hafa fiskað vel núna um haustið 2022.
þá er kvótastaðan hjá mörgum orðin frekar lítil.
reyndar er rétt að hafa í huga að stóru fyrirtækin sem eiga mestan kvóta eins og t.d Samherji, FISK, Þorbjörn, Vísir , Brim þau geta millifært á milli skipa sinna
og því ættu þau ekki að þurfa að stoppa.
þegar ég tala um hundleiðinlegt þá er það einmitt þetta. að þurfa að stoppa í mokveiði. og reyndar eru tvær ástæður þess að þurfa að stoppa. hið fyrra er kvótaleysi og að stjórna
veiðunum þannig að í það minnsta viðkomandi bátur eða togari geti í það minnsta róið fram að júní mánuði.
og hin ástæðan er sú að ef of mikill fiskur berst á land, þá hægir vinnslan á sókn báta til að í það minnsta vinnslan hafi undan.
margir útgerðarmenn hafa sagt mér að bátar þeirra verða bryggjublóm meira á vertíðinni 2023, heldur enn undanfarið því markmið hjá þessum útgerðarmönnum
er að halda báti sínum úti í það minnsta fram á sumar, og munu þeir því stýra sókn bátanna sinna þannig að þeir nái því í það minnsta.
Kvóti og eftirstöðvar
ég tók saman nokkra báta hérna að neðan til að skoða kvótann og stöðuna þeirra miðað við 1.des.2022, og jú það hefur heldur betur klippst af kvótanum
hjá sumum vegna góðrar veiði núna um haustið,
kanski mesta athygli vekur að nýjsti frystitogari landsins, BAldvin Njálsson GK á einungis eftir um 1135 tonna kvóta, enn rétt er að hafa í huga
að Nesfiskur er með fleiri báta og getur því millifært á milli skipanna.
Vísis línubátarnir hafa heldur betur átt met haust enn það hefur líka bitnað á það sem eftir er, og t.d meðaltal þessara þriggja báta sem þeir eiga eftir að kvóta rétt um 1400 tonn á bát.
þetta er frekar skrýtin aðstaða sem að sjávarútvegurinn er kominn í núna, því samræmi við þessa góðu veiði og ráðgjöf virðst ekki vera í neinum samhljómi.
verður mjög fróðlegt að sjá hvort að ráðgjöf Hafró muni auka eða minnka ennþá meira þorskvótann fyrir fiskveiðiárið 2023-2024.
Nafn | úthlutun | Eftirstöðvar. 1.des.2022 |
Auður Vésteins SU | 1202.6 | 621.7 |
Baldvin Njálsson GK | 3098.6 | 1135.8 |
Bárður SH | 532.6 | 320.1 |
Breki VE | 5771.8 | 4617.1 |
Daðey GK | 623.3 | 451.9 |
Einar Guðnason ÍS | 1159.7 | 590.7 |
Erling KE | 1472.5 | 1159.3 |
Eskey ÓF | 562.1 | 285.6 |
Fjölnir GK | 2725.3 | 1634.3 |
Guðmundur Jensson SH | 352.1 | 130.6 |
Háey I ÞH | 1349.8 | 568.5 |
Hafrafell SU | 1592.7 | 769.9 |
Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 5735.1 | 3989.5 |
Indriði Kristins BA | 1530.4 | 809.8 |
Jökull ÞH | 958.1 | 910.8 |
Jón Ásbjörnsson RE | 754.5 | 524.5 |
Jónína Brynja ÍS | 1711.2 | 1057.9 |
Kaldbakur EA | 5617.3 | 3409.1 |
Kap VE | 1903.2 | 1513.7 |
Kristján HF | 1915.4 | 1099.1 |
Ljósafell SU | 4558.2 | 1632.3 |
Maggý VE | 423.4 | 230.9 |
Margrét GK | 1382.5 | 911.9 |
Núpur BA | 1921.5 | 912.9 |
Ólafur Bjarnason SH | 1048.2 | 864.1 |
Óli á Stað GK | 1037.2 | 318.5 |
Örvar SH | 2240.4 | 1076.6 |
Pálína Þórunn GK | 2851.6 | 1576.5 |
Páll Jónsson GK | 3639.9 | 1326.3 |
Patrekur BA | 449.5 | 126.5 |
Rifsnes SH | 1905.6 | 302.3 |
Særif SH | 887.8 | 323.5 |
Sævík GK | 1061.12 | 580.5 |
Sandfell SU | 1599.6 | 565.1 |
Saxhamar SH | 1094.5 | 537.9 |
Sighvatur GK | 3260.2 | 1295.6 |
Signý HU | 121.1 | 57.4 |
Sigurfari GK | 1771.2 | 1088.9 |
Sóley Sigurjóns GK | 3031.6 | 1419.2 |
Steinunn SH | 1067.8 | 600.6 |
Sturla GK | 2977.9 | 1614.1 |
Sveinbjörn Jakobsson SH | 323.1 | 175.6 |
Tjaldur SH | 3952.8 | 2063.1 |
Tómas Þorvaldsson GK | 5542.6 | 3319.9 |
Tryggvi Eðvarðs SH | 1645.1 | 1000.1 |
Valdimar GK | 2826.7 | 1449.9 |
Vésteinn GK | 589.3 | 581.9 |
Þórsnes SH | 1544.3 | 1814.3 |
brim við Hafnir. Mynd Gísli Reynisson