Vertíðarlok nálgast. er 400 tonna viðmiðið erfitt að ná?,2018
Þegar þessi pistill er skrifaður þá er 10.maí. það merkir að á morgun er 11.maí og það er lokadagur vetrarvertíðarinnar árið 2018.
ég mun fjalla um vertíðina sem og vertíðina árið 1968 í smá blaðastúf sem ég mun gefa út og ég hef kynnt fyrir ykkur,
400 tonna viðmiðið
Viðmiðið sem ég hef sett mér yfir allar vertíðir sem ég á aflatölur um, en ég á yfirlit yfir vertíðir aftur til sirka 1940, og hef ég þá miðað alltaf við 400 tonnin,
400 tonn á rúmum 4 mánuðum , ætti nú ekki að vera svo erfitt að ná ?
jú jú bátar hafa náð yfir 400 tonnin á einum mánuði.,
enn líka hafa ansi margir bátar verið fjandi nálægt því að ná yfir 400 tonnin og stundnum svo tæpt að það munar kanski ekki nema nokkur hundruðum kílóum.
Aflabátur sem var í hópi með aflahæstu bátum ár eftir ár.
Í mörg ár þá var í Grindavík gerður út mikill aflabátur sem var iðulega í hópi með aflahæstu bátum á vetrarvertíð.
Þarna er ég að tala um Albert GK 31
Albert GK á margar mjög stórar vetrarvertíðir en vertíðin 1983 var án efa langversta vertíðin hjá þessum mikla aflabáti,
lítum á það. og eins og þið kanski vitið að til þess að ná yfir 400 tonna markmiðið þá þarf að fiska í þ að minnsta yfir 100 tonn á mánuði,
Vertíðin 1983, versta í sögu bátsins?
Janúar byrjaði ansi rólega 18,1 tonn í 3 róðrum ,
Febrúar var þó aðeins skárri, 122,1 tonn í 12 rórðum eða um 10 tonn í róðri.
Mars sem var alltaf mjög stór mánuður var vægast sagt lélegur því að aflinn var einungis 119 tonn í 19 róðrum eða 6,3 tonn í róðri,
Apríl var nú ekkert skárri, 102,1 tonn í 15 róðrum eða 6,8 tonn í róðri,
Þegar hérna er komið við sögu þá var aflinn hjá Albert GK orðinn 361,3 tonn sem er hrikalega lítið miðað við bátinn Albert GK,
Þannig að í maí fram til 11.maí þá þurfti áhöfnin á Albert GK að veiða minnst 39 tonn til þess að komast yfir 400 tonnin,
Veiðin í maí til 11.maí var sem betur fer nokkuð góð og var aflinn 47,1 tonní 6 róðrum eða 7,8 tonn í róðri,
semsé þessi mikli aflabátur Albert GK rétt skreið yfir 400 tonnin og endaði með 408,3 tonn í 59 rórðum,
Þannig að já , þetta viðmið 400 tonn getur verið ansi lúmkst að ná,
OG annað sem þessi 400 tonn gera að með því er hægt að sjá samanburð á milli vertíða og þessi samanburður er oft ævintýralegur, sérstaklega þegar horft er á hversu margir bátar komast yfir 400 tonnin,
og ég minni svo á að gaman væri að lesendur myndu gauka að mér með áhuga sinn á vertíðaruppgjörinu sem ég ætla að vinna í og gefa út,
Albert GK mynd Hreiðar Olgeirsson