Vertíðaruppgjörið 2018 og 1968 orðið klárt
Jæja ég má vera pínu stoltur, enn loksins er vertíðaruppgjörið fyrir vertíðina 2018 og vertíðina 1968 er komið
þetta tók smá tíma að gera þetta, því ég hef ekki gert þetta svona stórt og mikið áður
2018 hlutinn
heftið er um 40 blaðsíður að stærð og fjallar mjög vel um vertíðina 2018.,
t.d töflur yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonnin á vertíðinni 2018
tafla yfir þá smábáta sem yfir 200 tonnin náðu
tafla yfir netabátanna
1968 hlutinn
1968 hlutinn er veglegur og lagði ég nokkuð mikla vinnu í það að gera hana vel,
þar er listi yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonnin á vertíðinni 1968,
sömuleiðis þá er fjallað um alla togaranna sem voru að landa afla á tímabilinu janúar til maí loka árið 1968
Báðar þessar vertíðir voru mjög góðar og apríl mánuður árið 1968 var risamokmánuður því þá voru 46 bátar sem náðu yfir 400 tonnin á þessum eina mánuði,
ótrúlegt
Takk Vigfús
Ljósmyndir í þessu riti eru nokkrar og á Vigfús Markússon þær allar, nema nokkrar sem eru nafngreindar.
Færi ég Vigfúsi miklar þakkir fyrir myndir sínar
Þetta er semsé komið í sölu,
verðið á ritinu er 3000 krónur
Hægt að panta
hægt er að panta það með því að senda póst á gisli@aflafrettir.is
senda skilaboð á facebook , annars vegar í gegnum Aflafrettir á facebook eða þá á nafni mínu Gísli Reynisson
EF þetta gengur vel þá verður þetta árlegt, eins og var. og planið er jafnvel að endurgera og bæta hinar vertíðar greinarnar sem ég hef búið til
Minni á að hægt er að panta
gisli@aflafrettir.is
facebook, Aflafrettir og nafni mínu Gísli Reynisson
Einnig í síma 8315575, Kona mín Hrefna Björk Sigurðardóttir mun vera þar við svörum og taka við pöntunum þegar ég er ekki viðstaddur
Forsíðan á vertíðaruppgjörinu 2018, 1968