Vertíðaruppgjörið 2019 og 1969 er komið út!



Vetrarvertíðir hef ég alltaf haft ansi gaman af því að fylgjast með.  Skrifaði um vertíðir í Fiskifréttir í 12 ár,

en árið 2018 þá gaf ég út yfirlit um vertíðina árið 2018.

Núna var ég að klára og leggja lokahönd á nýtt uppgjör

nefnilega að vertíðaruppgjörið fyrir vertíðina 2019, og 1969 er komið út,

í því er fjallað um vertíðina 2019 og birtur listi yfir alla bátanna sem yfir 400 tonnin náðu, auk þess listi yfir aflahæstur smábátanna og netabátanna,

1969 hlutinn er nokkuð stór,

fjallað er nokkuð vel um bátanna og sérstaklega Sæbjörgu VE 

listi er yfir alla þá báta sem yfir 400 tonnin náðu á vertíðinni 1969,

ritið erum 40 blaðsíður að stærð

og með þessum pistli þá er formleg sala hafin á ritinu,

ég er að fara til Frakklands núna á morgun 23.maí og því er best að panta ritið 

 Verð og pantanir
annaðhvort í skilaboðum á Facebook til Gísli Reynisson,  eða þá á Aflafrettir Facebook síðunni,

auk þess er hægt að panta á gisli@aflafrettir.is

ritið kostar 4000 krónur, og fyrir þá sem vilja fá vertíðaruppgjörið árið 2018, enn ég á nokkur eintök eftir af því 

þá geta þeir fengið  það og uppgjörið 2019 saman á 5000 krónur,