Vertíðin 2021 og Vertíðin 1971
Það er liðin tíð að 11.maí var þessi stemmingsdagur sem hann var á árum áður þegar að það var keppni milli báta og áhafna hver yrði aflahæstur,
ég hef þó skráð allar aflatölur og ég get um eins margar vertíðir og ég get, og á vertíðir aftur til ársins 1943.
hef undanfarin 17 ár skrifað um vertíðir og byrjaði á að skrifa í Fiskifrettir enn undanfarin 3 ár þá hef ég gefið út vertíðaruppgjörið sjálfur,
og eftir smá bras við að vinna vertíðaruppgjörið fyrir þessa vertíð þá loksins er það komið út,
Vertíðin eins og við vitum árið 2021 var sem fyrr ansi góð, enn ansi fáir netabátar voru á veiðum,
í uppgjörinu núna er sem fyrr miðað við 400 tonnin, og er birtur listi yfir alla báta sem veiddu yfir 400 tonn árið 2021, enn þeir voru um 74
og líka er birtur listi yfir alla báta sem veiddu yfir 400 tonn árið 1971. enn þá voru bátarnir nokkuð fleiri eða um 240 talsins.
ýmar hliðarvinklar eru á þessu, t.d eru 29 metra togarnir teknir í burtu og sér listi yfir þá og hver var aflahæstur.
enn aflahæsti 29 metra togarinn var meðp 2990 tonn
líka er yfir togaranna og var aflahæsti togarinn með 3993 tonna afla.
sér listi er yfir smábátanna að 21 BT enn þar er miðað við 400 tonnin , og þar voru ansi margir sem yfir 400 tonn náðu og sá sem var aflahæstur fór yfir 600 tonna afla
Að árinu 1971 þá er líka fjallað um loðnuveiðarnar og birtur listi yfir loðnubátanna þar, enn þeir voru ansi margir eða um 60 sem veiddu loðnu á vertíðinni 1971
það sem skyggir á þetta er hið hörmulega slys um Sigurfara SF enn fjallað er um það í ritinu,
nú er það því formlega komið í sölu og kostar það 3000 kr.
hægt er að panta á gisli@aflafrettir.is
eða senda skilaboð á Gísli reynisson á facebook,, eða beint á aflafrettir facebook eða hringja í síma 6635575 ( Gísli) eða hjá konunni minni 7743616 ( Hrefna)