Vertíðin 2024-1994-1974.


eins og þið hafið kanski tekið eftir þá er ég með gríðarlegan gagnagrunn af aflatölum og eitt af því sem ég hef fylgst vel með undanfarin 19 ár, eru 

vetrarvertíðirnar.

og síðan 2017 þá hef ég skrifað og gefið út sjálfur Vertíðaruppgjörin. 

og núna er nýjsta Vertíðaruppgjörið komið út.

þetta vertíðaruppgjör er eins og vertíðaruppgjörið var árið 2023

það er fjallað um vertíðina 2024, og líka 1994 og 1974

öll þessi þrjú ár er litið á togaranna, og loðnubátanna.

og þeir bátar sem náðu yfir 400 tonn á vertíð öll þessi þrjú ár sem og smábátarnir  sem náðu yfir 200 tonn afla

árið 2024 voru 53 bátar sem náðu yfir 400 tonn afla.

árið 1994 þá voru 73 bátar sem náðu yfir 400 tonn

og árið 1974 þá voru 117 bátar sem náðu yfir 400 tonn afla

mjög athyglisvert er að allir efstu þrír bátarnir árið 1994 réru allir frá sömu höfninni, og voru með svipaðan afla.

árið 1974 og 1994 þá bæði árin litið yfir það helsta sem var í gangi í veiðum og sér kafli er um bát sem hét Kap II VE  með skipaskrárnúmer 79.

ritið er frekar stórt núna eða um 54 blaðsíður og 30 myndir eru í ritinu.  

flestar frá Tryggva Sigurðssyni og Vigfúsi Markússyni og færi ég þeim bestu þakkir fyrir myndirnar, og þið fáið ykkar rit bráðlega

hægt að panta
ritið er semsé loksins komið í sölu, og mun það kosta sama og árið 2023.  5000 krónur og er sendingarkostnaður innifalinn í því verði.

hægt er að panta í skilaboðum á facebook, hjá Gísli Reynisson, eða Hrefna Björk Sigurðardóttir sem er konan mín.

líka er hægt að senda skilaboð í gegnum facebook síðu Aflafrettir.is

eða senda netpóst á gisli@aflafrettir.is

Fyrir þá sem vilja nota símann, þá er símin hjá mér 6635575, og hjá Hrefnu 7743616.

( Reyndar er hún betri í að taka við pöntunum í gegnum síma því oft er ég að keyra rútu og erfitt að skrifa þá, )

bestu þakkir 
Gísli Reynisson 

P.S myndirnar sem fylgja þessi er forsíðan og smá inn í ritinu,