Vésteinn GK í sínum fyrsta róðri,,2018
Einhamar í Grindavík fékk á dögunum afhentan nýjan bát. samskonar og Gísli Súrsson GK og Auður Vésteins SU.
Nýi báturinn hlaut nafnið Vésteinn GK . Þessi Vésteinn var Fóstbróðir Gísla Súrssonar
skipstjóri á nýja bátnum er Teddi eða Guðmundur Theódór Ríkharðsson.
Þeir fóru í fyrsta róðurinn sinn núna á laugardaginn þegar veðurblíðan var yfir landinu.
Óðinn Arnberg skipstjóri á Óla Á Stað GK smellti myndum af bátnum útá sjó,
aflinn hjá þeim var um 14 kör eða um 5 tonn í fyrsta túr sínum,
Óli á Stað GK var með um 18 tonn.
Vésteinn GK Myndir Óðinn Arnberg