Vestmanney VE með 240 tonn á 5 dögum. ,2017

Í mars þá fengum við að fylgjast með því þegar að áhöfnin á Frosta ÞH setti nýtt íslandsmet í mesta afla sem að íslenskur trollbátur hefur fengið á einum mánuði frá upphafi.  


Í öðru sætinu þá var Vestmannaey VE sem var með 761 tonn í 11 róðrum .

Núna í apríl og sértaklega eftir hrygningarstoppið þá hefur áhöfnin á Vestmannaey VE heldur betur stungið alla aðra trollbáta af í afla og er þá Frosti ÞH meðtalinn.

ÞEgar þetta er skrifað og kominn er 27 apríl þá er Vestmannaey VE kominn með alls 633 tonn í 11 róðrum og eru 110 tonn niður í næsta bát sem er systurbátur Vestmannaeyjar VE, Bergey VE sem er kominn með 522 tonn,

Eftir hrygningarstoppið þá hefur verið mokveiði hjá þeim á Vestmannaey VE.  Hefur báturinn landað 241 tonn á 6 dögum, eða fimm veiðidögum.  
stærsti túrinn var 84 tonn eftir um 30 klukkutíma að veiðum.

ennþá eru 3 dagar eftir að apríl og verður fróðlegt að sjá hvort Vestmannaey VE nái að veiða meira núna í apríl enn þeir gerðu í mars, og þá var ekki hrygningarstopp í gangi.


Vestmannaey VE mynd Guðmundur Alfreðsson