Vetrarvertíð á Votabergi SU árið 1983

Núna er vetrarvertíðin 2018 kominn ansi vel á veg og endar 11.maí næstkomandi,


í gegnum tíðina þá  hafa netabátar frá Austurlandinu og þá aðalega frá Eskifirði og Fáskrúðsfirði og þá stóru netabátarnir stundað útilegu á netum.  Bátarnir í Hornafirði gerðu það ekki enn þeir stunduðu dagróðra.

Útgerð á árunum frá sirka 1970 og vel fram til ársins 1990 þá voru í það minnsta þrír stórir vertíðarbátar gerðir út frá Eskfirði.  Vöttur SU,  Sæljón SU og Votaberg SU.

Við skulum kíkja á vertíðina 1983 hjá Votabergi SU,.

Þessi bátur sem var með skipaskrárnúmerið 1291 var í um 20 ár gerður út frá Dalvík og hét þá Sæþór EA .

Votaberg SU stundaði útilegu á netunum eins og flestir stærri bátanna frá Austurlandinu sem stunduðu netaveiðar gerðu.

Báturinn hóf reyndar ekki veiðar fyrr enn í febrúar.

Febrúar.
 fyrsta löndun 18,7 tonn.

Löndun númer 2. 17,1 tonn.

Löndun númer 3 sem var um miðjan febrúar 18,3 tonn allt þorskur.  og er gæðaflokkarnir eru skoðaðir þá af þessum róðri
þá voru 6,5 tonn í fyrsta flokk
5,6 tonn í flokk númer 2
og í flokk númer 3.  6,2 tonn,

Löndun númer 4 20,8 tonn sem var eftir 3 daga á veiðum,

löndun númer 5,  21,9 tonn eftir 2 daga á veiðum,

Síðasta löndun bátsins 17,4 tonn,

alls var því febrúar 114,2 tonn í 5 róðrum,

Mars

Fyrsta löndun 12,8 tonn og var smávegis af ufsa í aflanum,

númer 2. 23,8 tonn og var ufsi af því um 10 tonn,

Númer 3.  16,5 tonn

númer 4. 23,9 tonn eftir 3 daga á veiðum .

Númer 5. 19,5 tonn

númer 6.  29,7 tonn og af því þá var ufsi 12 tonn.  

Númer7 sem var síðasti túrinn í mars var ansi góður 36,8 tonn og var ufsi uppistaðan í aflanum eða um 20 tonn.

Mars var því nokkuð góður eða 163 tonn í 7 róðrum,

Apríl

Þessi mánuður var ágætur.  alls landaði Votaberg SU 167,6 tonnum í 7 róðrum og mest 37,3 tonn í róðri.

Maí til 11.

Votaberg SU náði að fara í fjóra róðra og landaði á þessum dögum til 11.maí 94,5 tonnum sem er ansi gott á ekki fleiri dögum.  


Alls var því vertíðin 1983 hjá Votabergi SU 542 tonn í 23 róðrum eða 23,6 tonn í róðri,


Sæþór EA hét áður Votaberg SU mynd Hafþór Hreiðarsson