Vetrarvertíðin árið 2021
:þegar þetta er skrifað þá eru ekki nema um 6 dagar eftir að Vetrarvertíðinni árið 2021.
Það er reyndar af sem áður var að það voru keppnir um að vera aflhæstur, enn á árunum frá sirka 1940 og fram til um 1990 þá var oft
slagur fram að 11.maí enn sá dagur var kallaðuir lokadagurinn,
í dag er þessi dagur ekki einu sinni merktur inná dagatölum enda kanski ekkert eins merkilegt.
og líka það að bátunum hefur fækkað svo mikið sem t.d stunda netaveiðar sem voru í mörg ár aðalveiðarfærið á vertíðum,
ég hef nú altaf skrifað um vertíðir og byrjaði á því í Fiskifréttir þar sem að ég tók fyrir vertíðina 2005 og til samanburðar fjallaði um vertíðina 1955
þessi skrif mín urðu síðan árleg þangað til árið 2017 þegar nýr ritstjóri tók við blaðinu og þá fór ég að gefa út ritin sjálfur,
eins og vanalega þá miðast vertíðinar við 400 tonna afla og þessi 400 tonna viðmið hef ég notað yfir allar vertíðinr frá árinu 1943.
yfir smábátanna hef ég notað 200 tonna viðmið
Ég var nú reydnar ekki viss um hvort ég ætti að gefa út rit núna yfir vertíðina 2021 og til samanburðar 1971.
enn ég er búinn að gera árið 1971 tilbúið, og þar eru yfir 200 bátar sem yfir 400 tonnin ná.
29 metra togbátarnir verða teknir úr listanum og þeir séttir á sér lista
þegar þetta er skrifað þá er ekki alveg ljós hver verður aflahæstur, nokkrir koma til greina,
sömuleiðis verður fróðlegt að sjá hvaða togari verður aflahæstur sem og hvaða 29 metra bátur verður hæstur,
Þegar að ritið kemur út þá mun það verða kynnt nánar.
Set hérna inn mynd af Steinunni SH sem var hæstur dragnótabátanna í apríl svo þetta sé ekki myndalaus pistill
Væri gaman að vita svona hverjir myndi hafa áhuga á þessu riti. áður enn ég kynni það formlega
Steinunn SH mynd Grétar Þór