Viðey RE með sína fyrstu löndun. ,2018
HB Grandi er búið að vera í miklum fjárfestinum í að endurnýja fiskiskipa flotan sinn. búnir að endurnýja uppsjávarskipin sín með Venusi NS og Víkingi AK. eru að láta smíða fyrir sig nýja frystitogara og voru að endurnýja 3 ísfiskstogara sína.
Fyrstur kom Engey RE
Síðan kom Akurey AK
og síðastur kom Viðey RE.
Engey RE og Akurey AK eru báðir komnir á veiðar og áttu báðir ansi góðan maí mánuð þegar að aflinn hjá báðum skipunum fór yfir 900 tonn á einum mánuði,
og núna er síðasta skipið. Viðey RE komið á veiðar,
Togarinn kom úr sínum fyrsta veiðitúr núna fyrir nokkrum dögum síðan og koma með 76 tonn og af því þá var karfi um 52 tonn.
Viðey RE kemur í staðin fyrir aflaskipið Ottó N Þorláksson RE sem hefur verið selt til Vestmannaeyja og hefur því allur kvótinn eða það sem er óveitt af honum verið flutt yfir á Viðey RE.
Minni svo á að vertíðaruppgjörið fyrir vertíðina 2018...1968 er komið úr. panta í síma 8315575 eða á facebook
Viðey RE mynd Magnús Þór Hafsteinsson