Viðey RE með yfir eitt þúsund tonna afla í júlí.

Þá er lokalistinn fyrir togaranna í júlí kominn á Aflafrettir


og togarinn Viðey RE átti ansi góðan júlí mánuð

því að aflinn hjá Viðey RE fór yfir eitt þúsund tonnin.

nánar tiltekið 1027,2 tonn í fimm löndunum eða 205 tonn í löndun,

Viðey RE var við veiðar nokkuð víða, en þó að mestu út með Reykjaneshrygg,  útaf Látrabjargi á Flákanum og Víkurál og útá Halanum.

miðað við aflasamsetninguna þá var að einhverju leyti verið að eltast við ufsann, enn frekar lítið var af honum,

af þessum 1000 tonna afla 

þá var mest af þorski eða 423 tonn.
Karfi var 247 tonn
ufsi 184 tonn 
og ýsa 142 tonn,

stærsti túrinn var síðasta löndun Viðeyjar RE sem kom með 224 tonn eftir 6 daga á túr eða 37 tonn á dag


Viðey RE mynd Hólmgeir Austfjörð