Viðey RE rýfur 1000 tonna múrinn,,2018
Öll skipin þrjú sem HB Grandi lét smíða eru kominn á fullt og síðastur af þessum skipum til þess að hefja veiðar og jafnframt var þetta síðasta skipið sem kom til íslands var Viðey RE ,
Viðey RE leysti af hólmi mikið aflaskip sem heitir Ottó N Þorláksson RE og sá togari er núna í Vestmannaeyjum og heitir Ottó N Þorláksson VE.
Jóhannes Ellert Eiríksson var skipstjóri á Ottó í 24 ár og tók við Viðey þegar að togarinn hóf veiðar núna snemma í júní,
Viðey RE var nú ekkert mikið ofarlega í júlí, 7 sætinu yfir landið,
núna í ágúst þá hefur togarinn heldur betur veitt.
Því að í fimm löndunum þá hefur Viðey RE landað 1014,9 tonnum eða 203 tonn í einni löndun,
Styðsti túrinn var fimm dagar og 214 tonn eða um 42 tonn á dag
semsé Viðey RE rýfur 1000 tonna múrinn aðeins eftir um 3 mánuði í útgerð og er þetta svo til einsdæmi á Íslandi að togari nái svona fljótt í 1000 tonnin á einum mánuði,
Jóhannes skipstjóri er nú ekki óvanur þessu, því að Ottó N Þorláksson RE náði ansi oft yfir 1000 tonn á einum mánuði og voru þá reyndar túrarnir mun stærri enn á Viðey RE. Fullfermi hjá Viðey RE er um 214 tonn óslægt en hjá Ottó þá var togarinn að koma með upp í 280 tonn í land í einni löndun, og í fórum mínum þá hef ég reyndar séð stærri aflatölur enn 280 tonn á Ottó N Þorlákssyni RE;
Aðrir tímar núna, þá var sett í kassa og allt fyllt sem hægt var að fylla, núna eru körin allsráðandi.
Flottur árangur hjá áhöfninni á Viðey RE ,
Viðey RE mynd Anna Kristjándóttir