Viðey RE yfir 10.000 tonn árið 2021


Gleðilegt nýtt árið 2022.  flestar aflatölur fyrir desember árið 2021 eru komnar í hús, enn þó nokkuð vantar reyndar 

Hjá togurunum fyrir desember þá vantar nokkrar aflatölur.

Togarinn Viðey RE er þó kominn með sínar tölur, enn togarinn fór út á milli jóla og nýárs og má segja að hann hafi lent í mokveiði

þessa fáu daga sem hægt var að vera á sjó, því að togarinn kom með um 220 tonn í land á aðeins tæpum 5 dögum höfn í höfn eða 44 tonn

á dag

í könnun ársins um sjávarútveginn þar sem þið fenguð að velta fyrir ykkur hver yrði aflahæstur í hverjum flokki fyrir sig

var spurt um hvaða togari yrði aflahæstur árið 2021

frekar jafnt var á milli.  17,7% sögðu að Kaldbakur EA yrði hæstur.  18,3% að Akurey RE yrði hæstur

26,1% að Björgúlfur EA yrði hæstur 

og 31,5 % að Viðey RE yrði aflahæstur árið 2021

og já það endaði svo, og í raun var það aldrei spurning að Viðey RE yrði aflahæstur, því að togarinn var langhæstur

miðað við 1.desember þegar að ég setti könnunina fram,

Viðey RE átti vægast sagt ótrúlegt ár, þar sem að heildaraflinn hjá skipinu var alls um 10400 tonn í 60 túrum eða 173 tonn í löndun,

það skal tekið fram að þetta er miðað við almannaksárið, frá 1,janúar 2021 til 31.desember 2021

Miklir yfirburðir hjá Viðey RE 


Viðey RE mynd Hólmgeir Austfjörð