Víðir ÞH 210, annar smábátur sem réri allt árið 1979

Fyrir um 2 mánuðum síðan þá skrifaði ég smá aflagrein um smábátinn Gunnar ÞH  sem var gerður út frá Grenivík.  ( lesa má þá grein með því að klikka á nafnið Gunnar  sem er bláletrað).


Mér var bent þá á það að á Grenivík þetta ár 1979 þá var þar önnur trilla sem líka var gerð út allt árið og hét sá bátur Víðir ÞH 210.

Víðir ÞH 210 var smíðaður árið 1950 á Akureyri og var í eigu Þorsteins Eyfjörð Jónssonar og átti hann Víði ÞH í 40 ár.  Þorsteinn lést 23 ágúst árið 1997 þá 81 árs gamall.


Þorsteinn réri yfirleitt einn á Víði ÞH,.

Hefjum árið 1979 á janúar enn þá var Víðir ÞH á línu og landaði 4 tonnum í 8 róðrum eða 501 kg í róðri 

Í febrúar þá réri Víðir ÞH nokkuð mikið eða 13 róðra og aflinn 5 tonn eða 384 kg í róðri,

Báturinn var á grásleppuveiðum í mars enn ég er ekki með tölur um grásleppuna enn Víðir ÞH landaði 250 kg af fiski.

Víðir ÞH var áfram á grásleppu í apríl og framm í maí .

fiskur með grásleppunni var 1,4 tonn í apríl og 465 kíló í maí.


í júlí þá var Víðir ÞH kominn á línu og var með 3,1 tonn í 5 róðrum eða 613 kg í róðri,


Heldur jókst aflinn í ágúst enn þá réri Víðir ÞH líka í 14 róðra og landaði 7,9 tonnum eða um 570 kg í róðri,


Víðir var áfram á línu í september og landaði 3,7 tonn í 7 róðrum eða 522 kg í róðri,

Í október þá landaði báturinn 4,1 tonni í 5 róðrum eða 815 kg í róðri á línu


Nóvember var ansi góður og var stærsti mánuðurinn hjá Víðir ÞH enn þá fór báturin í 18 róðra og landaði 14,3 tonnum eða 793 kg í róðri.  ansi gott miðað við að vera einn á sjó á bátnum,

Desember var líka nokkuð góður enn þá fór Víðir ÞH í 10 róðra og landaði 6,8 tonn eða 680 kg í róðri,


Samtals var því aflinn hjá Víði árið 1979, 51 tonn í 97 róðrum eða 525 kg í róðri,

til samanburðar þá má geta þess að Gunnar ÞH sem líka réri allt árið frá Grenivík eins og Víðir ÞH var með 27 tonn í 54 róðrum eða um 500 kíló í róðri,




Víðir ÞH 210 mynd Hafþór Hreiðarsson