Vigri RE með metafla, og árið ekki búið!,2018

og meira varðandi frystitogaranna,


Það var minnst á það í stuttri frétt hérna á Aflafrettir um það  hvort að Vigri RE myndi  ná yfir tíu þúsund tonin á þessu árið 2018,

og við þurftum ekki að bíða lengi eftir svari,

Því áhöfnin á Vigra RE er ekker á þeim skónum að láta bíða eftir sér

og Vigri RE kom   með 1044 tonn í land núna nýverið og með þeim afla þá fór togarinn 

yfir tíu þúsund tonna múrinn,

og er þetta í fyrsta skiptið sem að Vigri RE nær að fiska yfir tíu þúsund tonn á einu ári,

aflinn hjá Vigra RE er kominn í 10213 tonn í 13 löndunum eða 786 tonn í löndun,

og árið er ekki búið hjá Vigra RE því að þeir eru núna í síðasta túrnum sínum á þessu ári, og eiga þar með möguleika á að ná í 11 þúsund tonna afla,

Vel gert áhöfnin á Vigra RE,

 Og til viðbótar.  að ef þið viljið styðja við bakið á Aflafrettir.  farið þá á Ensku síðuna.  .aflafrettir.com, og klikkið þar á auglýsingar sem þið sjáið og hafið opið í lágmark 5 sek.  takk fyrir,


Vigri RE mynd Ársæll Baldvinsson