Vigri RE með nýtt útlit, og verður EKKI aflahæstur.


Þá er nýjsti listi yfir frystitogaranna árið 2022 kominn hérna á Aflafrettir.is.  

skoða má hann HÉRNA

Þar kemur í ljós að Sólberg ÓF er komnn yfir 11 þúsund tonnin og með því orðin langaflahæstur

Vigri RE er búinn að eiga ansi gott aflaár, og hefur skipst á við Sólberg ÓF um að vera aflahæstur, 

og það var allt útlit fyrir að Vigri RE myndi enda uppi sem aflahæsti frystitogari landsins áríð 2022, sem er nú afrek útaf fyrir sig

því að eftir að Sólberg ÓF kom, þá hefur enginn togari náð að fiska jafn mikið og sá togari.

Vigri RE fór í slipp um miðjan október og stærsta og kanski útlimesta verkið við Vigra RE var að breyta algjörlega um útlit á skipinu,

því að skipið var allt háþrýstiþvegið og allur litur tekin af togaranum.

Vigri RE var svona dökk grænleitur á og með svarta rönd í kringum brúarglugganna. 

núna er þessi svarta lína horfin í kringum brúarglugganna og er brúin mun stílhreinni og fallegri núna.

Núna er Vigri RE  á litinn  eins og hinir togarnir  eru með frá Brim ehf.  

semsé þennan blá með hvítu röndunum.

Ekki hæstur
Þetta þýðir reyndar eitt, að Vigri RE er þá úr leik með að verða aflahæsti frystitogari landsins árið 2022, eins og jafnvel gat stefnt  í.

engu að síður þá er skipið orðið ansi glæsilegt og þá er bara að reyna að toppsætinu árið 2023.


Vigri RE


Vigri RE Myndir Gísli Reynisson 


Vigri RE með gamla útlinu,  Mynd Halli hjálmarsson