Vígsluathöfn Engeyjar RE, 2017

Engey RE var formlega vígð og nafn sett á hana í dag, sem var við hátíðlega athöfn.


Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda flutti smá ræðu og talaði meðal annars um hvað togairnn Ásbjörn RE hefði fiskað mikið á þessum árum sem að hann hefur verið gerður út,  og já það er  ekki laust við að maður hafi brosað pínulítið því að allar þær tölur sem hann var með komu frá mér.  enda var það ég sem safnaði saman aflatölunum og sögu skipsins,.

og má þá minna á að bókin Saga Ásbjarnar RE 50 er kominn út og er byrjuð sala á henni,

minni bara á það hérna.

gisli@aflafrettir.is
síma 6635575
Ef ég svara ekki þá flyst símtalið á Hrefnu sem tekur á móti pöntun
eða skilaboð á facebook.

var með myndavél meðferðis og myndaði nokkurn slatta

Ásbjörn RE og Engey RE.  nokkuð mikill stærðarmunur


Vilhjálmur Forstjóri

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti smá ávarp.

Björn Blöndal formaður borgarráð og í stjórn Faxaflóahafna.

Björn Blöndal afhenti Friðleifi Einarssyni Skipstjóra á Engey RE skjöld til þess að hafa í brú skipsins.

Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra  smellti kampavínsflösku á skipið

Og Flaskan sprakk með látum.

Hjálmar Jónsson Sóknarprestur blessaði skipið og afhenti Friðleifi biblíu til þess að hafa í Engey RE

Einn af fjórum kælisniglum um borð í Engey RE

Vinnuaðstaðan fyrir körin,  Lestin er mannlaus.  

Gamli góði Ásbjörn RE framan við Engey RE og Helga Maria AK

Myndir Gísli Reynisson