Vigur SF, Fullfermi á eina lögn.
Það sem af er febrúar þá hefur veður tíðin verið virkilega slæm og bátar sérstaklega minni bátarnir lítið getað komist á sjóinn
en eftir að veður fór að batna þá komust bátarnir á sjóinn og eins og við var að búast, mikil veiði.
Reyndar þá var janúar ansi góður og línubátarnir veiddu mjög vel.
einn af þeim er Vigur SF, sem var með 150 tonn í 11 róðrum í janúar, og stærsta löndun var nú nokkuð merkilegur róður,
báturinn kom með fullfermi 28,4 tonn og því var þorskur 25 tonn.
en það sem vekur mesta athygli við þessa risatúr var að þessi afli fékkst á aðeins eina lögn,
Sigurður Jón sem er skipstjóri á Vigur SF sagði í samtali við Aflafrettir að ein lögn hjá þeim sé um 19 þúsund krókar
Þessi afli 28,4 tonn var mesti afli sem að báturinn hefur komið með í einu, en gamal metið var 27,5 tonn, reyndar eftir tæpar 2 lagnir.
19000 krókar gera sirka 45 balar
og því reiknast þessi 28,4 tonna afla sem 631 kíló á bala
og það er bara mokafli
Ekki var til mynd af bátnum með þessi 28 tonn, enn hérna er mynd af bátnum koma með 27,5 tonn til Neskaupstaðar.
Vigur SF með 27,5 tonn Mynd Sigurjón Geir SVeinsson