Vilhelm Þorsteinsson EA seldur úr landi,,2018

Það eru ansi miklar breytingar í gangi hjá stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækjunum .  


HB Grandi að endurnýja skipin sín, Samherji að endurnýja skipin sín og FISK seafood á Sauðárkróki,

Samherji hefur um árabil gert út skipið Vilhelm Þorsteinsson EA eða síðan árið 2000 þegar að skipið kom nýtt til íslands,

Vilhelm Þorsteinsson EA hefur allan sinn tíma á íslandi  verið með aflahæstu íslensku  uppsjávarskipunum 

Núna hefur Samherji selt skipið til Rússlands og mun skipið verða afhent næstu áramót,

Samherji ætlar í framhaldinu af láta smíða nýtt uppsjávarskip sem jafnframt verður fullvinnsluskip eins og Vilhelm Þorsteinsson EA er,

Samherji mun því einungis gera út eitt uppsjávarskip í það minnsta á næsta ári , Margréti EA.

En hvaðan kemur nafnið á skipinu,

jú Vilhelm Þorsteinsson EA heitir í höfuðið á fyrrum framkvæmdastjóra og skipstjóra sem lést árið 1993 þá 65 ára að aldri.  Vilhelm var fæddur í Grýtubakkahreppi árið 1928, hann var háseti á ýmsum bátum í Eyjafirði frá 1942 til 1947, þegar hann hóf störf hjá Útgerðarfélagið Akureyringa sem háseti á Kaldbaki EA og seinna á Harðbak EA sem háseti og stýrimaður.  á árunum 1956 til 1965 var Vilhelm skipstjóri á togurunum ÚA er hann tók við stöðu annars tveggja framkvæmdastjóra ÚA og því starfi gengdi hann til ársins 1992.



Vilhelm Þorsteinsson EA mynd Viðar Sigurðsson