Þvílík fullfermi hjá Guðbjörgu ÍS ,1983
Já Páll Pálsson IS fiskaði vel
en á ísafirði þa´var þar líka eitt aflaskip sem var iðulega aflahæsti togari landsins
og já árið 1983 þá var Guðbjörg ÍS aflahæstur allra togara á íslandi með um 6200 tonn
Geiri á Guggunni fiskaði alltaf vel og aflatölurnar sem ég hef fyrir árið 1983 eru ansi svakalegar.
Guðbjörg ÍS er í dag Gnúpur GK og án efa þá er þessi togari í hópi með þeim togurum sem mest hafa fiskað á Íslandi,
Sumarið 1983,
Guðbjörg ÍS átti feikilega gott ár, árið 1983 og sem dæmi um það þá má nefna að togarinn komst alls 12 skipti yfir 200 tonní löndun,
og við erum ekkert að tala um að rétt skríða yfi r200 tonnin, nei
heldur langt þar yfir. t.d frá 250 til 290 tonn,
Stærsta löndun togarans árið 1983 var 332 tonn og af því þá var þorkur 315 tonn. enginn smá afli,
Júlí
Júlí mánuður árið 1983 var feikilega góður hjá öllum togurunum
og Guðbjörg ÍS var þar enginn undantekning,
Fyrsta löndun í júlí var stór 289 tonn
löndun númer 257 tonn eftir 8 daga á veiðum
túr númer 3 var líka risastór, 274 tonn eftir 7 daga á veiðum eða 39 tonn á dag
og síðasti túrinn 233 tonn.
Þetta þýddi að Guðbjörg ÍS landaði í júlí árið 1983
1053 tonn í aðeins 4 löndunum eða 261 tonn í löndun,
og má geta þess að á þessum ´tíma þá komst Guðbjörg IS í sjö skipti yfir 230 tonn í löndun í roð.
Guðbjörg ÍS mynd Tryggvi Sigurðsson