Þvílík mok. 774 tonn á 11 dögum..2017

Norðmenn eiga ansi mörg öflug og nýleg fiskiskip.    Inná norska togara listanum sem er í gangi á Aflafrettir.is þá hefur má sjá að systurskipin sem heita öll Gadus eitthvað, hafa verið að fiska ansi vel,


Gadus Njord heldur betur lenti í mokveiði núna í síðasta túr.   og reyndar þá er Gadus Njord heldur betur búinn að landa miklum afla núna í Mars.

alls hefur skipið landað 1736 tonnum núna í mars í tveimur löndunum.  fyrri túrinn var með 663 tonn af ufsa,

Síðasta löndun skipsins var algjört mok.  því að togarinn kom til hafnar með 774 tonn eftir aðeins 11 daga á veiðum.  

öfugt við fyrri túrinn þar sem að ufsi var uppistaðan í aflanum þá var ýsa núna uppistaðan því ýsa var 638 tonn .

þessi risatúr gerir all svakalega afla á dag.  eða 70 tonn á dag.  

allur aflinn er heilfrystur um borð í skipinu


Gadus Njord Mynd Frode Adolfsen


Um borð í Gadus Njord.  Mynd frá þeim