Þvílík veiði. 350 tonn á 6 dögum!!,,2017

Já vertíðin 2017 er hafin og jú eins og við var að búast að miðað við mokveiðina sem var hjá smábátunum þá kom ekkert annað til greina enn að bátarnir og togararnir myndu mokveiða 


Einn af þeim togurum sem hefur mokveitt og eiginlega mun meira enn það er togarinn Sóley Sigurjóns GK sem Nesfiskur í Garði gerir út,

Togarinn fór frá Sandgerðishöfn 20.febrúar og var aðeins búinn að vera á veiðum í 2 daga þegar að togarinn kom til hafnar í Keflavík með 121,5 tonn eða 60,5 tonn á dag.  Af þessum afla þá var 85 tonn af þorski,

næsti túr var nú líka ekki langur.  því að togarinn var aftur 2 daga á veiðum og kom til Keflavíkur með 124 tonn eða 62 tonn á dag.  og var þorskur af því 85 tonn,

þriðji túrinn var líka aðeins 2 dagar og kom þá togarinn til Hafnarfjarðar með 107 tonn eða 53,5 tonn á dag.  

Samtals landaði því Sóley Sigurjóns GK 353 tonnum á aðeins sex dögum og þetta gerir um 59 tonn á dag.

þetta er rosalegur afli og af þessum afla þá voru 234 tonn af þorski og 20 tonn af ufsa.


Sóley Sigurjóns GK Mynd Markús Karl VAlsson