Vinnslustöðin HF. apríl 1969.

Jæja sit núna á landsbókasafninu í Reykjavík og er vinna í að ná í aðeins meir upplýsingar um vertíðina 1969 sem ég ætla að nota í vertíðaruppgjörið,


og já það er enginn smá bunki sem núna er fyrir framan mig.  

Vestmannaeyjar var á þessum tíma 1969 gríðarlega stór og mikill útgerðarbær.  og aflinn sem kom á land í Vestmannaeyjum í apríl 1969 fór vel yfir 10 þúsund tonnin,

nokkur stór fyrirtæki voru þá þar eins og t.d Vinnslustöðin sem við ætlum að kíkja á núna.

það má segja að það hafi verið vitlaust að gera hjá vinnslustöðinni í apríl 1969, því að alls komu þar 3100 tonn af fiski í gegnum húsið.  

lítum á bátanna, og já þeir eru ansi margir.

 Haförn VE 23  Var á trolli og landaði 71,5 tonn í 8 róðrum 

Þórður Jónasson EA   var á netum og kom með 200,3 tonn í 7 róðrum og mest 78 tonn í einni löndun

 Sæunn   VE  Var á netum og var með 68,6 tonn ( hluti afla)

 Suðurey VE  var á trolli og var með 87,2 tonn í 10 róðrum

 Skúli Fótegi VE var á trolli og með 44,2 tonn í 14

 Skuld VE 263  Var á trolli og með 17,5 tonn í 10

 Sjöfn VE 37 var á trolli og með 32,2 tonn í 9

 Leó VE  Var á netum  og var með 549,8 tonn og fyrri hluta apríl var báturinn með 309,4 tonn í aðeins 9 róðrum eða 34 tonn í róðri.  þetta er hrikalega mikill afli.

 Kristín VE 71  Var á trolli og með 48,6 tonn í 9 róðrum 

 Ísleifur IV VE 463  Var á netum og með 92,25 tonn, í 7 ( hluti afla)

 Ísleifur III VE 336  var með 81,3 tonn í 6 á netum,  ( hluti afla)

 Ísleifur II VE 36 Var á trolli og með 39,8 tonn í 5

 Ísleifur VE  Var á netum og með 138,8 tonní 5 róðrum og þar af 78 tonn í 2 róðrum .

 Huginn II VE  Var á netum og með 431,2 tonn í 20 róðrum eða 21,5 tonn í róðri

 Hrefna VE 500  Var á trolli og með 38,8 tonn í 16

 Hamraberg VE Var á netum 65,5 ton, ( hluti afla)

 Halkion VE var á netum og með 354,2 tonn í 19 róðrum 

 Gulltoppur VE 321  Var á trolli og með 24,3 tonn í 14

 Glaður VE 270  Var á trolli og með 93,8 tonn í 12

 Frigg VE 316 var á trolli og með 50,3 tonn í 12

 Erlingur VE 295  Var á trolli og með 34,5 tonn í 8

 Elías Sveinsson VE  Var á trolli og með 93,5* tonn í 10 og þar af 70 tonn í 5 róðrum 

 Eldborg GK Var á loðnunót og er þetta þorskur sem kom í nótina.  3,8 tonn í 1.

 Bjarmi II EA  Var líka á loðnunót og er þetta þorskur sem kom í nótina.  4,1 tonn.

 Baldur VE  Var á trolli og var með 92,1 tonn í 8 róðrum 

 Auðunn GK  Var á netum og með 4,2 tonní1 

 Andvari KE 93  Var á netum og 15,3 tonní 1 og síðan aftur 8 tonn í ´1.  hluti afla


Þetta eru 27 bátar, skráðir hérna en þeir voru í heildina 30, t.d var Sæbjörg VE með um 198 tonn afla sem var unnin hjá Vinnslust0ðinni,  

engu að síður, hefur verið brjálað að gera þarna í apríl 1969,


Leó VE mynd Anna Kristjánsdóttir