Ævintrýraleg mokveiði hjá Málmey SK milli hátíða, 2018
Á árum áður þegar að togarafloti íslendinga var mun meiri en er núna árið 2017 þá voru oft margir togarar sem skutust út á milli jóla og nýárs og lönduðu þá 30 eða 31 desember.
veiði togaranna þarna á milli hátíðanna var iðulega frekar lítil og má segja að menn hafi orðnir heppnir ef að togari náði yfir 100 tonnum þessa fáu daga sem mátti veiða þarna á milli,
núna árið 2017 þá fóru nokkrir togara til veiða á milli hátíðanna og einn af þeim var Málmey SK frá Sauðárkróki.
um borð í Málmey SK eru tveir skipstjórar þeir Ágúst Óðinn Ómarsson og Björn Jónasson . þeir skipta með sér skipinu 2 og 2 túra .
Björn var með skipið núna á milli hátíða.
4 dagar
Björn sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefðu farið út um nóttina 26.desember eða annan í jólum og var snælduvitlaust veður og fóru þeir því fyrst í sporðagrunnið og tóku þar 2 hol á meðan að veðrið var að ganga niður,
eftir að það gekk niður þá færði togarinn sig í þverálin og þar hófst þvílík mokveiði,
Björn sagði að þeir hefðu verið á veiðum á sirka 130 til 150 faðma dýpi og voru toginn frekar stutt. lengsta um 2 tímar.
Mokveiði á 20 mínúntum
nóg var að fiski og sem dæmi má nefna að þeir fengu 10 tonn eftir aðeins 20 mínúnta tog. sem er mok og ekkert annað.
í land kom svo togarinn 30 desember og þótt að túrinn væri aðeins 4 dagar þá var stærsti túr sem að Málmey SK hafði nokkurn tíma gert eftir að skipið varð ísfiskstogari,
því að uppúr skipinu komu 237,3 tonn og af því þá var þorskur 215 tonn.
Með þessum risatúr sem tók aðeins 4 daga þá sló Björn aflamet sem að Ágúst skipstjóri hafði sett snemma eftir að skipið fór á ofurkælinguna. enn þá kom Málmey SK með 233 tonn í land,
Sagði Björn að karafjöldinn væri sá sami í þessum túrum enn munurinn væri að enginn ís eða krap væri í körunum, því að allur fiskurinn væri ofurkældur í sniglum og færi kaldur niður í kör í lestinni sem væri höfð köld.
Þessi risatúr gerði því eins og áður segir 237,3 tonn og gerir það um 60 tonn á dag.
ótrúlegt svo ekki sé meira sagt.
Og svo kæru lesendur. ykkar stuðningur er alltaf vel þeginn. ef þið farið inná aflafrettir.com þá ættu þar að vera auglýsingar. klikkið á þær og þannig styðið þig við bakið á Aflafrettir. bestu þakkir.
Málmey SK Mynd Vigfús Markússon