Ævintýraleg veiði hjá Tjaldi SH. Mokveiði á eina lögn,2018

Það koma af og til hérna á Aflafrettir fréttir um mokveiði hjá minni línubátunum en það er kanski ekki eins mikið um fréttir af mokveiði hjá stóru línubátunum ,


Þeir á Tjaldi SH lentu nefnilega í þvílíku moki núna 1.mars að menn höfðu aldrei lent í öðru eins,

Kristjón Guðmundsson skipstjóri á Tjaldi SH sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hafi farið út vestur á Flákagrunn sem er í um 25 mílna fjarlægð frá Rifi,

Þar lagði hann 32 rekka og náði að draga 31 rekka .  það slitnuðu frá 1500 krókar

og óhætt er að segja að mokið hafið verið svakalegt.  eða fiskur á hverjum króki svona næstum því

Mokveiði á eina lögn
Því á 38700 króka þá fengu þeir alls 170 kör af fiski, hrognum og lifur.  

til að reikna þetta upp þá er þetta um 47 tonn. og 86 balar miðað við 450 króka í bala.  þetta gerir um 546 kíló á bala,


Kristjón sagði í samtali þegar hann var spurður út í það hvort hann hefði lent í svona moki áður.  Svarið var stutt og snaggarlega.. " NEI".

Mokveiði á einni viku
Það má geta þess að á einni viku þá landaði Tjaldur SH alls 165,2 tonnum í 2 róðrum.  Fyrri túrinn var um 90 tonn sem fékkst á á 105 ´þúsund króka eða 233 bala.  þetta gerir um 387 kíló á bala,

Seinni túrinn og í honum er þessi mokveiði uppá 47 tonn sem fékkst á eina lögn, hann var 75,6 tonn sem fékkst á 80.000 króka eða 178 bala.  það gerir um 424 kíló á bala


Tjaldur SH mynd Vigfús Markússon