Ævintýralegt Mok hjá Drangey SK, ,2019
Já eins og fram kemur í fréttinni um Breka VE sem var að mokaveiða og hefur átt ansi góðan mars mánuð þá eru þrír togarar komnir yfir eitt þúsund tonnin núna í mars,
sá sem er aflahæstur þegar þetta er skrifað er togarinn Drangey SK frá Sauðárkróki, með 1066 tonn í 6 löndunum eða 178 tonn í löndun,
kjaftfullt skip á rúmum 3 dögum
Stærsti túrinn þeirra var fullfermi eða 247 tonn, en það sem vekur athygli með þann túr er hversu stuttur hann var.
túrinn áður enn þessi fullfermistúr byrjarði, var ekki stór aðeins um 100 tonn en hann fékkst á um 2 dögum eða um 50 tonná dag,
túrinn stóð aðeins í um 3 og hálfan sólarhring höfn í höfn og gerir það um 71 tonn á dag.
Ef sigling til og frá miðunum er tekin í burtu enn það var um 8 klukkutíma stím frá Grundarfrirði þá eru þetta um 3 dagar á veiðum og það eru um 82 tonn á dag
Ágúst Ómarsson var skipstjóri á Drangey SK þennan mokveiði túr og með honum í brúnni var Bárður eyþórsson stýrimaður,
Ágúst sagði í samtali við Aflafrettir að þeir fengu beiðni um að koma með fullt skip því að Málmey SK hafði bilað smávægis.
Lönduðui þeir í Grundarfirði.
ÁGúst sagði að þeir hefði fengið mjög slæmt veður á sig þennan túr og voru þeir á veiðum í jökuldýpinu og á Eldeyjarbankanum. voru að veiða á um 160 til 200 faðma dýpi,
12 tonn á 5 mínúntum
Hölin voru mörg hjá þeim en þau voru líka mjög stutt.
Sem dæmi um hversu mikil veiðin var þá er mynd hérna að neðan af 12 tonna hali sem fékkst eftir aðeins 5 mínúnta tog í gegnum torfuna.
Slæinginn um borð stjórnaði svo til hversu hratt fiskurinn kom um borð og þegar komið var í trollið fiskur og ekki laus til þess að taka á móti honum þá var trollinu einfaldlega lyfti frá botni og látið lóna í sjónum á meðan
vinnslan í Drangey SK var að klára næsta hal á undan.
Sagði Ágúst að það var mokveiði allan sólarhringinn þennan stutta túr og þurftu Ágúst og Bárður að með athyglina í góðu lagi á meðan á þessari mokveiði stóð.
Samstillt áhöfn
að lokum sagði Ágúst að þessi afli hefði aldrei náðst um borð nema að áhöfnin væri samstillt og væri vel vinnandi saman. eins og hann orðaði það sjálfur.
Það eru hörkusjómenn um borð í Drangey SK
Þess má geta að aflaverðmætið þessa tvo túra sem samtals voru ekki nema um 5 dagar var um 70 milljónir eða um 201 króna í meðalverð. , miðað við þetta meðalverð þá má áætla að aflaverðmætið hjá Drangey SK núna í mars sé um 220 milljónir króna,
Allt fullt af fiski í sjónnum. mynd Ágúst Ómarsson
Drangey SK mynd Óskar Franz Óskarsson
12 tonna hal komið á dekk eftir 5 mínunta tog. mynd Ágúst Ómarsson