Ævintýralegt mok hjá Þuru AK og aðeins með 3 bala!.2017
í gegnum árin þá mjög margar fréttir birst hérna á síðunni um mokafla og mikin afla hjá allskonar bátum og skipum. allt frá drekkhlöðnum smábátum og upp í fullfermi hjá togurunu
Allar þær fréttir eiga það sameiginlegt að það eru oft nokkrir menn í áhöfn viðkomandi báta eða togara.
það eru reyndar hellingur af sjómönnum sem róa einir á sjó, og iðulega eru það sjómenn sem eru að dunda sér á handfærum . og örfáir stunda línuveiðar og eru þá einir á sjó,
á Akranesi hefur í mörg ár verður gerður út smábáturinn Þura AK 79 sem að Steindór Oliversson á og er skipstjóri á. .
Hann fór núna um daginn í sakleysi sínu með einungis 3 línubala á sjóinn og voru þeir allir beittir með loðnu. lagði hann línuna stutt frá Akranesi.
Steindór sem er kominn á 64 aldursár, átti von á fínum afla enda með nýja loðnu, enn hann bjóst kanski ekki við þessu moki sem hann lenti í.
því að á þessa 3 bala þá fékk hann 1,9 tonn og gerir það um 633 kíló á bala.
þetta er ótrúlega mikill afli á bala og ef við leikum okkur með þessa tölur þá jafngildir þetta 15,2 tonnum á 24 bala og 22,8 tonn á 36 bala,
af þessum afla þá voru 1,6 tonn af boltaþorski og um 274 kíló af steinbíti.
Þura AK Mynd Arnbjörn Eiríksson
Steindór ánægður með risaróður , mynd Geir Hilmarsson