Vísir ehf eignast Daðey GK,,2017

Hérna á Aflafrettir.is var greint frá því að Sæunn Sæmundsdóttir ÁR hafi verið seld.   Báturinn sjálfur var seldur til Árskógssands og heitir þar Tumi EA enn kvótinn af bátnum um 250 tonn var seldur til Marvers í Grindavík.  Marver ehf gerir út Daðey GK,


Núna er orðin breyting á útgerðarfélaginu því að Vísir ehf sem er stærsta fyrirtæki landsins í útgerð línubáta hefur sameinast Marveri og tekur við stjórn og útgerð Daðeyjar GK.  

Kvótastaða Daðeyjar GK er ansi góð eða yfir 1000 tonn miðað við þorskígildi.  

Er þetta í fyrsta skipti sem að Vísir ehf er með útgerð smábáts á sinni könnu. 

Daðey GK hefur hingað til landað bæði í Sandgerði og Grindavík þegar að báturinn er á suðurnesjunum enn allir Vísisbátarnir landa allir í Grindavík og koma aldrei til Sandgerðis til löndunar þegar þeir eru á veiðum við suðurlandið, það vonandi breytist ekki með nýjum stjórnendum.  

Júlíus Sigurðsson sem hefur verið skipstjóri á Daðey GK verður áfram skipstjóri á Daðey GK,



DAðey GK mynd Jón Steinar Sæmundsson