Vitlaust að gera í Sandgerði, og mokveiði, 2017
Mikið líf er búið að vera í sandgerðishöfn, og línubátarnir þar búnir að vera að mokveiða.
var í smá bryggjurölti þar
Addi Afi GK fremstur, Ölli Krókur GK, Helga Sæm ÞH, KAtrín GK, Jói Brands GK og fram við þá er svo Óli Gísla GK að bíða löndunar
Það má geta þess að Jói Brands GK var að mokveiða. var með 5 tonn á aðeins 15 bala, og deginum áður var hann með 6,5 tonn á 20 bala, og var hann ´þá það vel siginn að rauða línan sem sést á myndinni var á kafi.
Óskar á Adda Afa GK var að mokveiða. 9,5 tonn á aðeins 30 bala.
Ölli Krókur GK 4 tonn á 22 bala.
KAtrín GK kom með fullfermi til Sandgerðis og þurfti að skilja eftir 12 bala í sjó. þarna er báturinn að fara út aftur til að draga restina af línunni.
Síðan koma hérna myndir af ýmsum bátum sem komu til Sandgerðis
Hólmsteinn GK 80
Kristján HF var með tæp 7 tonn þarna
Guðrún KE með tæp 1,5 tonn
Fróði ÞH , Heitir reyndar Birgir GK, var með 2,7 tonn
Og enda þessa myndasyrpu á frænda mínum honum Þorgeiri Guðmundssyni sem gerir út bátinn Eyju GK
Myndir Gísli Reynisson
p.s þetta eru fyrstu myndinar sem ég birti eftir að ég komst yfir alvöru myndavél, ekki símamyndavél.