Voldnes nýlegur bátur í Noregi.,,2016
Nokkuð langt síðan ég kíkti með ykkur í ferðalag til Noregs enn ætla að fara aðeins þangað núna og sýna ykkur smá bát þaðan sem er frekar nýlegur,
Þessi heitir Voldnes og er smíðaður árið 2011 og er gerður út í bænum HAVØYSUND í Norður Noregi. Voldnes er 33,95 metrar á lengd og 9,5 metrar á breidd og mælist 499 tonn. um borð í bátnum er 1000 hestafla aðalvél.
Kvótinn
Voldnes er gerður út iðulega á dragnót og nótaveiðar og er því með kvóta bæði í síld og botnfiski.
Kvótastaðan hjá bátnum er nokkuð góð.
hann er með 217 tonna kvóta af ýsu
465 tonna kvóti á ufsa
950 tonna kvóti á þorski
og að auki 627 tonna síldarkvóta.
Heildaraflinn
Núna í ár þá hefur báturinn fiskað nokkuð vel. heildaflinn hjá bátnum miðað við þorsk ýsu og ufsa er 1819 tonn og að auki 610 tonn af síld sem báturinn er búinn að landa,
Af þessum afla þá er þorskur 1270 tonn sem Voldnes er búinn að landa.
Núna í nóvember og þá síðustu 2 vikur þá hefur báturinn landað 79,2 tonnum í 7 róðrum og landað mest 16,9 tonnum í einni löndun
Voldnes Mynd John M Jörgensen
Mynd Frode Adolfsen