yfir 100 þúsund tonnum landað á Siglufirði,1996

Siglufjörður.  bær á Tröllaskaga sem allir landsmenn þekkja.  bærinn var á hátindi ferils síns ef segja má þannig í síldarævintýrinu á milli 1960 og 1967.    Eftir að síldin hvarf árið 1967 þá tók við nokkur tími þar sem ekki mikil bræðsla var í gangi á Siglufirði, enn þegar að loðnan byrjaði að veiðast af krafti sérstaklega eftir 1970  þá var Siglufjörður með sína stóru loðnuverksmiðju þar mjög stór löndunarhöfn,


ætla að fara með ykkur ekki langt aftur í tímann einungis aftur til ársins 1996 enn þá var mikil og góð loðnuveiði um veturinn, sumarið og haustið og var þá ansi miklu landað á Siglufirði og mikið líf þar í höfninni,

SVanur RE fyrstur
Svanur RE kom með fyrstu loðnuna til Siglufjarðar 12 febrúar og var þá 714 tonn 


SVanur RE Mynd Sigfús Jónasson

Beitir NK kom 3 dögum seinna með 338 tonn og Súlan EA  474 tonn.  

27 febrúar komu svo Grindvíkingur GK með 993 tonn og Víkingur AK með 1213 tonn. 

Stór mars mánuður
Mjög mikið var um að vera í mars því þá komu á land af loðnu á Siglufirði um 28 þúsund tonn og var oft sem að tveir til 3 bátar voru að landa saman daginn. 
t.d 2 mars.  SVAnur RE 694 tonn, Huginn VE 922 tonn og Grindvíkingur GK 994 tonn

Vitlaust var að vera 10 mars því þá voru alls fimm bátar sem lönduðu loðnu
Ísleifur VE var með 1139 tonn
Huginn VE 878 tonn
Guðmundur Ólafur ÓF 607 tonn
Skarðsvík SH 530 tonn og Björg Jónsdóttir II ÞH 533 tonn


Og ennþá stærri júlí mánuður
Eftir að vetrarloðnuveiðunum lauk þá tók við smá bið þangað til í júlí að sumarloðnan hófst og byrjaði hún með látum sem segja má þannig, því að 1 júlí þá lönduðu 4 bátar loðnu,
Gígja VE 675 tonn
Oddeyrin EA 711 tonn
Huginn VE 907 tonn
Bjarni Ólafsson AK 1162 tonn

Reyndar var júlí mánuðurinn risastór því samtals komu á land af loðnu á Siglufirði um 35 þúsund tonn af loðnu

10 júlí þá komu fimm bátar með loðnu
Þórður Jónasson EA með 673 tonn
SVAnur RE 660 tonn
Oddeyrin EA 707 tonn
Elliði GK 784 tonn
Harpa RE 194 tonn


20 júlí þá komu fimm bátar með loðnu.
Harpa RE 476tnn
Sólfell EA 202 tonn
Hákon ÞH 938 tonn
Súlan EA 773 tonn

Síðueigandi landaði þennan dag
og Bergur Vigfús GK 329 tonn.  enn það má geta þess að síðueigandi var þá um borð í Bergi Vigfúsi GK þessa löndun og  lönduðum við á Siglufirði ásamt Sólfelli EA enn Sólfell EA hafði fengið nótina í skrúfuna og drógu við bátinn til Siglufjarðar.  


ÁGúst var líka ansi góður ennþá komu á land um 28 þúsund tonn af loðnu

loðnu var svo landað um haustið og síðasti báturinn sem landaði loðnu á Siglufirði árið 1996 var Höfrungur AK með 488 tonn 10 nóvember


Bátarnir sem komu þangað
Mjög margir bátar komu til Siglufjarðar með afla enn þó voru nokkrir sem lönduðu þar asni oft
Víkingur AK kom með 4246 tonn í 4 löndunum 

Þórður Jónasson EA kom heð 5498 tonn í 10 löndunum 

Örn KE 4475 tonní 7 löndunum 

SVanur RE kom ansi oft þarna eða í 12 skipti og landaði 7623 tonnum

Oddeyrin EA kom með 5963 tonn í 10 löndunum


Systurskipin aflahæst
Bjarni Ólafsson AK var þá sá loðnubátur sem mestum afla landaði þetta ár á Siglufirði því báturinn kom í 14 skipti með 12 þúsund tonn af loðnu og mest um 1170  tonn í einni löndun

Bjarni Ólafsson AK Mynd Tryggvi Sigurðsson

Systurbátur Bjarna Ólafssonar AK,  Grindvíkingur GK kom líka þarna ansi oft
enn Grindvíkingur GK kom líka í 14 skipti og landaði rúmum 10 þúsund tonnum og var mest með 1022 tonn og saman voru því systurskipin aflahæst af þeim loðnuskipum sem lönduðu á Siglufirði árið 1996.
Grin
Grindvíkingur GK Mynd Tryggvi Sigurðsson


Hákon ÞH varð þriðji með 8602 tonní 7 löndunum og mest 1120 tonn í einni löndun

Hver var svo heildaflinn,

jú hann var nokkuð góður því samtals var landað um 120 þúsund tonnum af loðnu á Siglufirði árið 1996.