yfir 1000 tonn hjá Geir M-123-A

Í Noregi er fyrirtki sem  heiti H.P.Holmeset og þetta fyrirtæki hefur verið með alls 8 báta sem allir hafa heitið 


sama nafn . Geir. Þetta nafn Geir hefur verið í þessu fjölskyldufyrirtæki HP Holmeset í yfir 100 ár.

Árið 2010 fékk útgerðin bát númer 7 sem bar nafnið Geir. og sá bátur var beitningavélabátur sem 

 var 51,3 metrar að lengd og 12,4 metrar á breidd. 

Þessi bátur var seldur árið 2020 til Færeyja og ber nafnið Klakkur þar,

Geir númer 8 kom um mitt ár 2020 og þessi bátur númer 8 er einn af stærstu beitningavélabátum í Evrópu

nýi Geir er 63 metrar að lengd og 13,5 metrar á breidd og hefur 68.000 króka í kerfinu sínu sem er frá Mustad

Nú í janúar 2021 kom Geir til Noregs með fullfermi og það með engan smá afla, líklegast er þetta ein alæra stærsta löndun 

sem að línubátur hefur komið með í land í einni ferð. 

alls var báturinn með 1184 tonn af fiski, þar af 872 tonn af þorski, og var hluti af þessum þorski voru flök, 

167 tonn var af ýsu

þessi ferð var um 28 dagar og það þýðir um 42 tonn á dag.

krókafjöldinn sem báturinn er með samsvarar um 162 bölum sem er ekkert smáræði


Geir Mynd Magnar Lyngstad


Geir í norðurljósum.  mynd frá þeim