yfir 200 tonn hjá Maríu Júlíu BA ,1981

Ég held áfram að henda hérna á síðuna gamlar aflatölur.  


Núna skulum við kíkja á bát sem er ennþá til , enn hefur ekki verið gerður út síðan árið 2002. 

María Júlía BA 36 heitir þessi bátur og er kanski hvað þekktastur fyrir að hafa verið notaður meðal annars til landhelgisgæslustarfa árið 1958 þegar að landhelgin var færð út í 12 sjómílur.  Báturinn var smíðaður árið 1950 og hefur haldið sama nafni öll þessi 64 ár.

ÞEgar báturinn var ekki notaður til landhelgisstarfa eða til hafrannsókna þá var aðalveiðarfærið hjá bátnum lína og gekk bátnum ansi vel á þeim veiðiskap.

við skulum líta á mars mánuð árið 1981.  Þá landaði María Júlía BA öllum afla sínum á Patreksfirði og var aflinn tekinn til vinnsluy hjá Skjöldur HF 
enn hann var ansi góður línumánuður hjá bátunum á Vestfjörðum.

Vika 1. frá 1 til 7 mars.
María Júlía BA fór í tvo róðra enn fiskaði ansi vel, landaði 44,8 tonnum og var stærri róðurinn um 24 tonn.

Vika 2. frá 8 til 14 mars.
Ansi góð vika.  báturinn landaði alls 61,3 tonn í 4 róðrum eða 15,3 tonn í róðri.  stærsta löndun 21,2 tonn,

Vika 3 frá 15 til 21 mars.
Aftur var ansi góð vika.  núna landaði María Júlía BA alls 66,5 tonn í 4 róðrum eða 16,6 tonn í róðri.  stærsta löndun um 20 tonn,  

Vika 4. frá 22 til 28 mars.
Hérna var frekar rólegt.  María Júlía BA landaði einungis einni löndun enn hún var samt ansi góð, 19,4 tonn sem var allt þorskur,

Vika 5 frá 29 til 31 mars,
Síðasta vikan og hún átti það sameiginlegt með fyrstu vikunni að María Júlía BA landaði tvisvar, ( enda er þessi vika ekki nema 3 dagar í mars ) Aflin engu að síður góður.  30,8 tonn í 2 róðrum eða 15,4 tonn í róðri.,

Lokastaðan í mars var því 222,9 tonn í 13 róðrum eða 17,1 tonn í róðri, og það verður að teljast mjög góður afli á línuna,

María Júlía BA Mynd Hafþór Hreiðarsson