yfir 300 tonn komin á land hjá Hannesi A.SH,,2016
Breiðarfjörðurinn hefur í gegnum árabil eða aldir verið mikil fiskikista hverskonar. og uppúr um 1960 þá fór að veiðast þarna hörpudiskur og á árunum á milli 1980 og 1990 þá var veiðin mjög mikil af hörpudiski.
veiðar á hörpudiski voru bannaðar árið 2003. árið 2014 þá voru leyfðar tilraunaveiðar á hörpudiski aftur og hefur einn bátur svo til séð að mestu um þessar tilraunaveiðar. Hannes Andrésson SH. Auk hans hafa Fjóla SH og Sjöfn SH stundað þessar veiðar í haust.
Veiðarnar núna hjá Hannesi Andréssyni sH hafa gengið nokkuð vel. og hefur báturinn landað 344 tonnum í 46 róðrum eða 7,5 tonn í löndun.
Hannes Andrésson SH hóf veiðar um miðjan september og landaði þá í september 92 tonnum í 12 róðrum og mest 9,2 tonn í róðri.
aflinn í október var mjög góður. 163 tonn í 21 löndun og mest 9,3 tonn
núna ´í nóvember þá hefur báturinn landað 90 tonn í 13 róðrum .
Hannes Andrésson SH mynd Sigurður Bergþórsson