yfir 500 tonn af grálúðu í júlí,,2017
Veiðin hjá netabátunum sem eru að stunda grálúðuveiðar í netin hefur verið að aukast og núna eru 3 stórir bátar á þeim veiðum,
Kristrún RE sem frystir aflann um borð og landaði Kristrún RE 151 tonni í byrjun júlí,
Erling KE hefur fiskað mjög vel af grálúðunni og er búinn að landa þegar þetta er skrifað 242 tonnum í 6 rórðum og mest 54 tonn í einni löndun,
Kristrún RE og Erling KE eru báðir á veiðum djúpt norður af landinu og var t.d Erlng KE að veiða norður frá Melrakkasléttu í um 10 klukkutíma stími frá Dalvík,
Þriðji stóri báturinn sem er á þessum veiðum er Kap II VE enn hann er búinn að vera að landa á Eskifirði.
er hann eini báturinn sem er að landa þar og hefur Kap II VE verið að veiðum austur frá Eskifirði í um 7 til 8 klukkustunda sími frá Eskifirði. hefur bátnum gengið nokkuð vel og landað 128 tonnum í 6 róðrum og þar af 27 tonn í einni löndun
Alls hafa því þessir þrír bátar landað 520 tonnum núna í júlí af grálúðu.
Kap II VE mynd Óskar Franz