Yfirlit yfir Júni. 6907 landanir.,,2017
Eins og lesendur Fiskifrétta hafa tekið eftir þá var enginn maí listi eða júní listi í síðstu blöðum.
Guðjón sem hafði verið ritstjóri Fiskifrétta í 32 ár og ég og hann áttum ansi gott samstarf í 12 ár hætti störfum.
þá tók við annar aðili sem ritstjóri Fiskifrétta og hann vildi birta tölfuna mína enn ekki textann. ég sagði að þetta ynni saman. og því ákvað hann að birta þetta ekki áfram,
listanir eru áfram á aflafrettir,
enn ég ætla að breyta aðeins útaf vananum og reyna að gera yfirlit yfir hvern mánuð fyrir sig svipað og listinn í fiskifréttum var,
byrjum þá að skoða júní árið 2017,
53 þúsund tonn
alls voru landað af íslenskum skipum rúmum 53 þúsund tonnum,
þennan afla lönduðu bátarnir í 6907 róðrum ( 7.7 tonn í róðri)
og var fjöldi báta sem landaði þessum afla 939. ( 56.4 tonn á bát).
Eins og gefur að skilja þá voru þeir bátar sem voru að stunda handfæraveiðar langfjölmennastir því þeir voru alls 602 bátar eða 64% af flotanum,
næstir á eftir þeim komu línubátar og voru þeir 93 eða 10% af flotanum,
49 voru á botnvörpu og eru það þá togarar, 3 og 4 milna skipin og frystitogarnir,
23 dragnót
20 netabátar.
fáir á sumum veiðum
líka mátti finna þarna báta sem voru fáir á sínum veiðiskap,
t.d voru tveir hvalbátar. Rokkarinn KE sem var með 8,9 tonn af hrefnu og Hrafnreyður KÓ sem var með 11,7 tonn af hrefnu í aðeins 2 róðrum .
Eyji NK var eini báturinn sem stundaði sæbjúgu veiðar og vekur það nokkra athygli. var báturinn með 2,2 tonn í einni löndun
Blíða SH var sömuleiðis sá eini sem var á gildruveiðum og landaði 18,4 tonn í 12 róðrum af beitukóngi
Sigurey ST var með 14 tonn í 6 á kræklingalínu
Hoffell SU og Oddeyrin EA aflahæstir
Hoffell SU var svo aflahæstur allra skipa í júni með 4291 tonn í 4 af kolmuna.
af bolfiskskipunum þá var
Oddeyrin EA langaflahæstur með 1473 tonn í einni löndun

Hrafnreyður KÓ mynd Guðmundur Sveinsson