Yfirlýsing frá Árna Skipstjóra á Hjördísi HU, 2017
Sæll Gísli
Þar sem þú segir réttilega á nýjasta 13 tonna listanum að túrinn á Hjördísi hafi ratað í alla fjölmiðla langar mig að skrifa þér mína upplifun.
Það hefur enginn fjölmiðill né sjálfskipaður dómari á fésbókinni haft samband við mig til að fá mína hlið á málinu, en ekki vantaði umfjöllunina.
Sjór í bátinn
Það var lagt af stað með 36 bala og róið á flákann, blíðu veður og flott spá.
Áttum við eftir að draga ca 50-60 króka á 32, bala til að komast í balaskil og var AIS bauja og færi klárt til að sleppa niður á balaskilum en þá dettur báturinn á bakborðs hliðina svo sjór fer að koma inn í bátinn.
Til öryggis skiptum við liði og hásetinn hendir fiski úr saltpoka sem var í bak og ég læt vita af stöðu mála á rás 16. Náum við að rétta bátinn af og siglum áleiðis í land eftir að hafa skorið á línuna.
Gat silgt bátnum á móti og með BJörg SH
Mat ég aðstæður sem svo að óhætt væri fyrir björgunarsveit að snúa við því að margir bátar voru á landleið af flákanum á svipuðum tíma. En þeir ákveða samt að koma til móts við okkur og mættumst við eftir ca 20- 30 mín siglingu. Siglum við saman áleiðis í land ( í 20 til 30 mínuntur) og er allt í lagi í fyrstu en svo tekur báturinn að hallast í bak og ákveður björgunarsveitin að best sé að taka okkur yfir í Björg SH, létta bátinn og draga hann svo til hafnar. Sjór hafði safnast á dekkið þar sem fiskur var kominn fyrir lensportin bakborðsmeginn.
Enginn sjór komst í rými bátsins
Enginn sjór komst í vélarrúm, lúgar eða lest og því engar skemmdir á bátnum og hellings loftrími eftir.
Við löndun kom svo í ljós að mannleg mistök áttu sér stað og var fremsta karið stjórnborðsmeginn tómt sem hafði neikvæð áhrif á þyngdarþunktinn á bátnum.
Semsagt þrennt sem þarna var í gangi, báturinn er orðinn þungur og hallast í bak, tómt kar í stjór og fiskur fyrir lensportum. Uppúr bátnum vigtaði 8,5 tonn og er báturinn 10,5 brúttotonn
ámælisvert
Það sem mér finnst verulega ámælavert í kringum þetta allt saman er hlustun á rás 16 virðist vera ábótavant og svo eru það fréttirnar af atvikinu.
Er það eðlilegt að ættingjar og
vinir að lesa fréttir af þessu bara á meðan hlutirnir eru að
gerast og auðvitað hringja og hringja en við gátum ekki svarað
neinum vegna þess að símarnir voru um borð í Hjördísinni. Er
það virkilega svo að björgunarsveitin sendir út svona fréttir
strax í aðgerðum ? er það þá þannig að við þurfum að
hugsa okkur tvisvar um áður en þeir eru kallaðir út ?
Hefði ekki verið eðlilegra að bíða með það að nafgreina bátinn og byrta myndir þar til aðgerðum var lokið og við haft tíma til að hringja í okkar nánasta fólk ?
Eitthvað þarf að breytast í þessu verklagi að mínu mati, að þurfa að hugsa út í svona fréttaflutning og sjálfskipaða dómara á internetinu er bara ekki í lagi.
Ekki sá eini sem kaffiskaði
Þennan dag voru allir bátar að fiska og gekk vel td kom einn 15 tonna bátur með 20 tonn af fiski og 60 bala að landi ) svo eitthvað sé nefnt, skipstjórinn á Björg SH kannast nú við þessar aðstæður sjálfur en hann var nú eitt sinn svo vel lestaður á sínum bát að þeir þurftu að sitja báðir sömu meginn ;)