Ýmislegt árið 2018.nr.1
Listi númer 1.
Hérna á Aflafrettir eru ansi margir listar í gangi.
Flestir listanna eru mánaðarlistar. sem þýðir að um hver mánaðarmót þá kemur nýr listi og er þá byrjað frá núlli,
aftur á móti þá eru líka listar sem eru árslistar
t.d Rækjubátarnir,
Humarbátar
Frystitogarar
Uppsjávarskip
og núna bætist nýjasti listinn við
enn það er listi yfir báta sem við mættum kalla ýmislegt. reyndar vantar mér betra orð á þennan flokk.
þetta er flokkur báta sem stundað hörpuskelsveiðar. sæbjúguveiðar, ígulker og þessháttar.
árið 2017 þá voru tveir bátar sem fóru yfir 700 tonna markið, Þristur BA og Klettur ÍS þar sem að Klettur ÍS var aflahæstur,
En hérna að neðan má sjá fyrsta listan á árinu og eins og sést þá eru Þrist menn með ansi gott forskot á þessum fyrsta lista,
athygli vekur að Sjöfn SH og Fjóla SH eru með jafn marga róðra á ígulkerjunum enn báðir þessir bátar eru gerðir út af sama útgerðaraðila,
ég vona að ykkur líki við þennan lista og ef ykkur dettur í hug nafn á þessum flokki þá megið þið bauna því að mér
Þristur BA mynd Jóhann Ragnarsson
Sæti | Sæti áður | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Tegund | Höfn |
1 | Þristur BA 36 | 186.4 | 30 | 10.2 | Sæbjúga | Djúpivogur | |
2 | Hannes Andrésson SH 737 | 121.3 | 29 | 8.2 | Sæbjúga | Stykkishólmur | |
3 | Sæfari ÁR 170 | 112.4 | 19 | 12.4 | Sæbjúga | Stöðvarfjörður, Djúpivogur | |
4 | Blíða SH 277 | 98.0 | 34 | 9.5 | Ígulker,Sæbjúga | Stykkishólmur, Keflavík | |
5 | Klettur ÍS 808 | 88.8 | 14 | 10.1 | Sæbjúga | Akranes, Keflavík, Bolungarvík | |
6 | Friðrik Sigurðsson ÁR | 79.5 | 21 | 11 | Sæbjúga | Stöðvarfjörður, Djúpivogur, Þorlákshöfn | |
7 | Eyji NK 4 | 63.2 | 22 | 6.7 | Sæbjúga | Neskaupstaður | |
8 | Fjóla SH | 46.1 | 44 | 2.5 | Ígulker | Stykkishólmur | |
9 | Sjöfn SH 707 | 43.1 | 44 | 2.4 | Ígulker | Stykkishólmur | |
10 | Ebbi AK 37 | 20.9 | 3 | 6.7 | Sæbjúga | Reykjavík | |
11 | Knolli BA 8 | 7.0 | 2 | 3.9 | Kræklingur | Akranes |