Ýmislegt árið 2021 nr.13
Listi númer 13.
Jæja þar komaf því, þar sem að Klettur ÍS hefur ekkert landað núna síðustu mánuði
enn Þristur ÍS hefur verið að landa þá var nokkuð augljós að Þristur ÍS myndi ná toppnum
og það gerði hann núna með 64 tonna afla í 10 rórðum og er það með orðin aflahæstur
Bára SH var með 14,5 tonn í 9 af beitukóngi og síðan fór báturinn á ígulker og landaði 2,1 tonn í 5
Eyji NK var líka að veiða 2 tegundir. var fyrst með 5,7 tonn í 3 af sæbjúgu og síðan 5,1 tonn í 4 af ígulkerjum
einn nýr bátur kemur á listann og er það Ingi Rúnar AK sem er að veiða grjótkrabba, og reyndar mun Sigrún GK líka
koma inná listann ,því að báturinn er líka að veiða grjótkrabba.
Mjög góð veiði hefur verið á grjókrabbanum og var Emilía AK með 9,4 tonn í 10 og Ingi Rúnar AK 12,2 tonn í 15 róðrum
Fjóla SH var með 21,1 tonn í 21 af ígulkerjum og hörpuskel
Sjöfn SH 29 tonn í 10 af ígulkerjum
Þristur ÍS mynd Sigurður Stefán Baldvinsson
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Tegund | Höfn |
1 | 2 | Þristur ÍS 360 | 440.8 | 52 | 16.5 | Sæbjúga | Djúpivogur |
2 | 1 | Klettur ÍS 808 | 427.4 | 31 | 29.7 | Sæbjúga | Stöðvarfjörður,Reyðarfjörður, Djúpivogur,Keflavík |
3 | 3 | Bára SH 27 | 181.5 | 57 | 6.8 | Beitukóngur | Stykkishólmur |
4 | 5 | Ebbi AK 37 | 152.1 | 26 | 11.3 | sæbjúga | Akranes |
5 | 4 | Tindur ÍS 235 | 137.1 | 12 | 27.4 | Sæbjúga | Flateyri |
6 | 8 | Sjöfn SH 707 | 117.9 | 73 | 5.1 | ígulker | Stykkishólmur, Bolungarvík |
7 | 6 | Sæfari ÁR 170 | 114.5 | 16 | 10.1 | Sæbjúga | Djúpivogur |
8 | 7 | Eyji NK 4 | 111.1 | 32 | 6.4 | Sæbjúga | Neskaupstaður |
9 | 9 | Fjóla SH | 98.8 | 113 | 1.6 | Ígulker, Hörpuskel | stykkishólmur |
10 | 11 | Eyji NK 4 | 48.9 | 48 | 1.9 | Ígulker | Eskifjörður |
11 | 10 | Bára SH 27 | 47.8 | 51 | 2.9 | ígulker | stykkishólmur |
12 | 12 | Emilía AK 57 | 27.8 | 51 | 1.2 | Grjótkrabbi | Akranes |
13 | 13 | Knolli BA 8 | 13.5 | 3 | 5.5 | Kræklingur | Akranes |
14 | 19 | Ingi Rúnar AK | 12.2 | 15 | 1.8 | Grjótkrabbi | akranes |
15 | 14 | Sigurey ST | 8.1 | 3 | 2.9 | Kræklingur | Drangsnes |