Ýmislegt árið 2023. nr.1
Listi númer 1.
Þá ræsum við þennan lista sem hefur að geyma bátanna sem eru að mestu á veiðum með gildrur og plóg
aðeins einn bátur er á sæbjúguveiðum og er það Jóhanna ÁR sem hefur verið að veiða í Faxaflóanum og landað í Sandgerði,
eins og sést þá eru alls 11 sæti á þessum lista en á bakvið það eru aðeins sex bátar.
Addi Afi GK, Sjöfn SH, Fjóla SH og Sunna Líf GK eru allir í tveimur mismundandi sætum, enda er skilgreint hvað bátarnir eru að veiða
Sjöfn SH er fyrir norðan á Hvammstanga og gengur ansi vel á ígulkerjunum þar, en báturinn byrjaði í Stykkishólmi á hörpuskelsveiðum.
Jóhanna ÁR mynd Gísli Reynisson
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Tegund | Höfn |
1 | Bára SH 27 | 16.70 | 10 | 2.6 | Ígulker | stykkishólmur | |
2 | Sjöfn SH 707 | 14.70 | 6 | 3.2 | ígulker | Hvammstangi | |
3 | Fjóla SH | 10.40 | 11 | 1.9 | ígulker | Stykkishólmur | |
4 | Jóhanna ÁR | 10.10 | 3 | 3.7 | sæbjúga | Sandgerði | |
5 | Eyji NK 4 | 4.60 | 4 | 1.8 | Ígulker | Neskaupstaður | |
6 | Fjóla SH | 3.90 | 5 | Hörpuskel | Stykkishólmur | ||
7 | Sjöfn SH 707 | 0.99 | 2 | Hörpuskel | Stykkishólmur | ||
8 | Sunna Líf GK 61 | 0.85 | 4 | Grjótkrabbi | Reykjavík | ||
9 | Addi Afi GK 37 | 0.61 | 3 | Beitukóngur | akranes | ||
10 | Addi Afi GK 37 | 0.60 | 3 | grjótkrabbi | Akranes | ||
11 | Sunna Líf GK 61 | 0.17 | 3 | Beitukóngur | Reykjavík |