Ýsa útum allan sjó,en enginn kvóti!?,2019

Dragnótaveiði núna í haust hefur verið nokkuð góð, og við norðurlandið hefur ýsuveiði verið ansi góð, enda er sjórinn fullur af ýsu við norðurlandinu.


Það skyggir þó á gleðina við að veiða ýsuna að leigukvóti á ýsu hefur verið illfáanlegur og sá kvóti sem hefur verið til boði í leigu  er á því verði að stundum er verið að bjóða leigukvóta í ýsu á hærra verði enn fæst á fiskmörkuðum fyrir ýsuna,

Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri á Hafborgu EA benti Aflafrettir á að þetta haust sé furðulega mikið af ýsu svo til við öllu norðurlandinu og sem dæmi þá komst Hafborg EA upp í 25 tonna róður á einum degi og af því þá var ýsa 17 tonn.  fór Hafborg EA 14 tonn framyfir ýsukvótann sinn sem var löngu því búinn.  Náði hann að redda þessum 14 tonna kvóta af ýsu,  enn þegar búið var að borga leiguverðið fyrir kvótann þá var ekki mikið eftir miðað við verðið sem fékkst á fiskmarkaði.  honum bauðst t.d kvóti á 270 krónur miðað við slægða ýsu í leigu, enn  hafði þá fengið 265 krónur fyrir ýsuna óslægða á fiskmarkaði,

AFlafrettir höfðu samband við nokkra skipstjóra á dragnótabátum fyrir norðurlandinu og allstaðar var saman sagan.  ýsuverðið komið uppúr öllu valdi í leigunni enn að sama skapi óhemju af henni á miðunum,  T.d sagði Guðmundur Níels skipstjóri á Onna HU að vonlaust væri að henda niður dragnót án þess ekki ýsu því ýsa væri útum alla sjó.

Smábátasjómenn sem aflafrettir höfðu samband við höfðu líka sömu sögu að segja. 
 og t.d í Ólafsvík þá eru nokkrir bátar orðnir tæpir með að stoppa útaf ýsunni og þá aðalega minni bátarnir, og aflafrettir hafa heimildir fyrir því að búið sé að segja  upp áhöfn á allavega einum báti frá Ólafsvík.

Enn hvar er ýsan?.

Aflafrettir sendu Hafrannsóknarstófnum póst og spurðu úti það afhvejru minni ýsukvóti sé núna enn var síðasta fiskveiði árið.

Guðmundur Þórðarsson sviðstjóri Botnsjávarsviðs svaraði 

fyrst var spurt hvernig miðar Hafró við mælingar sínar varðandi kvótaúthlutun?.

Svarið var: Varðandi hvernig við framkvæmum stofnmat okkar á ýsu þá má segja að það gögnin komi úr þremur áttum.  Það er úr aflanum (sjómenn), vorralli og haustralli.  Báðar stofnmælingar (röll) eru talin gefa mjög góða mynd af ástandi ýsustofnsins, enda er mikill samhljómur milli þessara tveggja mælinga.

Hvað veldur  mun minni ýsukvóta núna enn var síðasta fiskveiðiár?.
Varðandi ráðgjöfina nú í vor þá er ástæða þess að ráðgjöf minnkaði mikið frá síðasta ári tvennskonar.  Annarsvegar þá gekk ekki eftir spá um vöxt ýsunar að fullu.  Það sem skiptir samt enþá meira máli var að aflaregla ýsu var endurskoðuð síðastliðinn vetur og kom þá í ljós að veiðihlutfall það sem tilgreint var í aflareglunni (0.4) var of hátt m.v. þær breytingar sem orðið hafa í kynþroska ýsu hér við land á undanförnum árum.  Því var veiðihlutfallið lækkað í 0.35 í endurskoðaðri aflareglu.

Þessir tveir þættir, vaxtarspáin og breytt aflaregla, er ástæðan fyrir því að ráðgjöfin fyrir 2019/20 er í raun svipuð og ráðgjöfin 2017/2018. Segja má að aukningin 2018/2019 hafi nánast öll gengið til baka.

Semsé svo til svipaður kvóti enn breytt aflaregla  með því að færa töluna úr 0,4 niður í 0,35.   

Vilhjálmur Ólafsson sem hefur unnið við kvótaleigu í 16 ár og þekkir mjög vel til þessara hluta sagði að Hafró væri að mæla ýsuna á vitlausan hátt, aðalega útaf því að þeir miða ráðgjöf sína að mestu við Vorrallið og Haustrallið enn þetta er utan þess tíma sem hægt er að ná ýsunni, því að ýsan skríður upp á haustmánuðum og út aftur í febrúar.  ekki sé fræðilegur möguleiki nú eða í náinni framtíð að mæla ýsustofninn að vori til.

Hvað veldur því núna að svona mikil ýsa er fyrir norðurlandinu?

Ýsa hefur verið að færa sig í auknum mæli norður á undanförnum árum í kjölfar þeirrar hlýnunar sem verið hefur.  Þetta sést vel í afla sem og í stofnmælingum.  


 Það er töluverð ýsugengd fyrir norðan núna en helsta vandamálið er að ýsukvóti liggur ekki á lausu núna.  Megnið af ýsukvóta er hjá fyrirtækjum fyrir sunnan og vestan land en ekki fyrir norðan.





 Hvað er ýsukvótinn stór og hver er með kvótann?

Jú Þetta fiskveiðiár þá var útgefin ýsukvóti alls 32394 tonn eða rúm 32 þúsund tonn,
þetta er mikil minnkun frá fiskveiðiárinu á undan, enn þá var úthlutað 45 þúsund tonnum af ýsukvóta svo minnkuninn er um 13 þúsund tonn. 

Þessi kvóti skiptist á alls 270 báta og Már SK 90 er með minnsta ýsukvótann aðeins 7 kíló.  

Vestmanney VE er með mestan ýsukvóta eða 1070 tonn.
Kleifaberg RE 925 tonn
Breki VE 840 tonn
Drangey SK 796 tonn
Höfungur III AK 789 tonn
Dala Rafn VE 695 tonn
Bergey VE 682 tonn
Þórunn SVeinsdóttir VE 664 tonn
Börkur NK 630 tonn, nokkuð athyglivert því að Börkur NK hefur aldrei veitt ýsu, enn búið er að færa af þessum afla um 400 tonn yfir á frystitogarann Blæng NK
Sigurfari GK 605 tonn, en hann er kvótahæsti báturinn á ýsunni sem ekki er á togveiðum,
Páll Jónsson GK 513 tonn
Beitir NK með 343 tonn og það er sama með hann og Börk NK, hann  hefur ekki veitt ýsu.  
Venus NS og Víkingur AK báðir með 246 tonna ýsukvóta enn búið er að færa á Helgu Maríu AK stóran hluta af þeim kvóta
Gísli Súrsson GK er ýsukóngur minni bátanna og er emð 245 tonna ýsukvóta.

Svo er hægt að sjá t.d báta sem fá ýsuvkóta sem varla fara á sjóinn. t.d smábáturinn Guðni ÍS 52 sem fékk 39 tonna ýsukvóta, en þessi bátur hefur ekki stundað fiskveiðar síðan árið 2013.  kvótinn af þessum báti er færður yfir á Alla GK og Guðrúnu GK bátar sem báðir eru frá Sandgerði.  
Sömu sögu má segja um bátinn Aðalvík GK 18 sem er skráður í Sandgerði, hann er með 70 tonna kvóta þó svo að báturinn hafi ekki stundað fiskveiðar í all nokkurn tíma, enn þessi kvóti sem er á Aðalvík GK hefur verið færður af öðrum bátum og smá flækjuleið sem ekki verður farið útí hérna. 

eru þessir bátar að veiða sinn ýsukvóta?.  
já að mestu leyti en þó eru þarna mikið um millifærslur á milli skipa eins og t.d með Börk NK og Beiti NK sem samtals fengu tæplega 1000 tonna ýsukvóta enn veiða ekki eitt gramm af ýsu og sama gildir um Venus NS og Víking AK.

Verður  endumælt og kvótinn aukinn?.

stutta svarið er nei.  



Sigurfari GK kvótahæsti ýsubáturinn sem ekki stundað togveiðar. mynd Gísli Reynisson