Ýsunetaveiðar á Eyrúnu ÁR 66,1983

Netaveiðar við ÍSland  eru ekki svipur á sjón miðað við hvernig þær voru þó ekki áður.  ekki þarf að fara nema um 20 ár til baka til að finna mun meiri fjölda af netabátum sem voru að veiða,


Þorlákshöfn var alltaf yfir vetrarvertíðinar gríðarlega stór og mikill útgerðarbær og bátar þar gátu verið allt upp í 100  og yfir til voru að landa þar daglega,

um haustið í Þorlákshöfn þá var ekki eins mikið fjöldi af bátum að landa , en þá skiptust þeir bátar sem voru ánetum í tvo hópa.  stóru bátarnir voru á ufsaveiðum og þeir minni voru á ýsuveiðum,

árið 1983 þá var til fiskverkun sem hét Einarshöfn og hjá því fyrirtæki lönduðu nokkrir minni bátar um haustið sem voru að stunda netaveiðar og þá aðalega að veiða ýsu.

Einn af þeim bátum sem voru á þeim veiðum var eikarbáturinn Eyrún ÁR 66.  þessi bátur er ennþá til í dag og heitir Sæljós ÁR og er upp í fjöru núna við Rifshöfn á Snæfellsnesi.

Október 1983 þá réri Eyrún ÁR ansi oft og var veiðin ansi misjöfn hjá þeim enn þó komu eins og sést hérna að neðan á aflayfirlitinu tveir stórir dagar,

21 október þá kom báturinn með 8 tonn í land af ýsu

og 12 október þá kom báturinn með ansi góðan löndun eða 10,4 og var það allt ýsa,

Alls landaði Eyrún ÁR í október 1983, 58,3 tonn í 22 róðrum eða 2,7 tonn í róðri.  


Og það má bæta við að um haustið 1983 þá landaði Eyrún ÁR um 110 tonnum af ýsu sem þeir fengu í netin og verður það að teljast ansi gott


Eyrún ÁR 66
Net Október
dagur afli
4 2.75
5 1.57
6 1.01
7 1.18
8 0.44
10 1.47
12 10.38
13 1.1
14 1.08
15 2.76
17 1.92
18 1.46
19 2.38
20 3.32
21 8
22 5.1
24 2.58
25 2.21
26 3.27
27 2.94
28 1.45


Eyrún áR mynd Jón Ævar Erlingsson


Sæljós GK mynd Jóhann Ragnarsson