29 metra togbátarnir í apríl árið 1998.


´Núna árið 2023 þá eru 29 metra togarnir ansi margir og þeir eru að veiða alveg á við stóru togaranna,

áður fyrr þá voru trollbátarnir flestir sem tóku trollið á síðuna, en uppúr 1988 og fram til 2000 þá voru að koma minni togbátar
sem tóku þá trollið upp í skutrennu að aftan og þeir togbátar voru allir í þessari 29 metra grúbbu, sem þýddi að þeir gátu veitt
að 3 sjómilum frá landi,

árið 1998 þá eins og sést að neðan þá voru 11 svona togbátar sem voru 29 metra togarar og núna árið 2023, þá eru allir bátarnir farnir 
nema þrír
Frár VE og Drangavík VE eru ennþá til 

og Þór Pétursson GK er lika til, enn heitir Tindur ÍS og hefur reyndar ekkert landað afla núna árið 2023,

Listinn hérna að neðan sýnir aflan hjá þessi togbátum í apríl árið 1998, og það var ansi góð veiði hjá þeim 
þrír náðu yfir 300 tonna afla þar sem að Drangavík VE var langhæstur með um 500 tonn í 10 róðrum,

rétt er að hafa í huga að þarna var ekki búið að lengja Drangavík VE, og var Drangavík VE og Þinganes SF þarna systurskip

AThygli vekur góður afli hjá Kristinn Friðriksson SH enn hann va rmeð 260 tonn í 9 róðrum,

Þór Pétursson GK var með um 60 tonn af fiski í þremur róðrum sem landað var í Sandgerði
fór síðan á rækju og var með 34 tonn sem landað var í Bolungarvík.

Annar listi kemur líka hérna enn hann er yfir aflahæstu trollbátanna sem tóku trollið á síðuna.Drangavík VE mynd Tryggvi Sigurðsson
Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
1 2048 Drangavík VE 499.9 10 56.5 Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn
2 2040 Þinganes SF 342.8 9 48.3 Hornafjörður, Þorlákshöfn
3 2030 Ófeigur VE 344.2 7 68.7 Vestmannaeyjar
4 1838 Freyja RE 231.1 5 61.1 Reykjavík
5 1622 Smáey VE 318.9 4 103.4 Vestmannaeyjar
6 1595 Frár VE 78 280.9 8 53.3 Vestmannaeyjar
7 1664 Emma VE 219 137.1 5 37.2 Vestmannaeyjar
8 1738 Hafnarey SF 36 101.9 5 27.3 Hornafjörður
9 1846 Kristinn Friðriksson SH 3 260.3 9 45.3 Stykkishólmur
10 1935 Björg VE 5 158.5 7 43.3 Vestmannaeyjar
11 2017 Þór Pétursson GK 94.6 6 30.1 Sandgerði, Bolungarvík