Trollbátar í apríl árið 1998
Hérna á Aflafrettir birti ég lista yfir aflahæstu 29 metra trollbátanna eða togaranna í apríl árið 1998.
Núna árið 2023 þá er aðeins einn trollbátur sem tekur trollið á síðuna og það er Sigurður Ólafsson SF
árið 1998 þá voru þónokkuð margir trollbátar sem tóku trollið á síðuna
og hérna að neðan má sjá þá trollbáta sem tóku trollið á síðuna í apríl árið 1998
mokveiði var hjá þeim eins og sést þar sem að fjórir trollbátar ná yfir 300 tonna afla.
Sigurfari GK var þarna aflahæstur
og minnsti báturinn þarna var Jón Gunnlaugs GK og hann mokveiddi líka, mest um 49 tonn í einni löndun sem var fullfermi hjá honum,
Gjögurs bátarnir Oddgeir ÞH og Vörður ÞH voru samtals með um 680 tonna afla og var mjög litill munur á milli þessara báta
Sigurfari GK mynd Reynir Sveinsson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
1 | 1743 | Sigurfari GK | 375.8 | 8 | 53.1 | Sandgerði |
2 | 158 | Oddgeir ÞH | 345.3 | 9 | 53.9 | Grindavík |
3 | 1042 | Vörður ÞH | 344.2 | 8 | 65.2 | Grindavík |
4 | 1146 | Danski Pétur VE | 331.9 | 8 | 53.1 | Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn |
5 | 1674 | Sóley SH 124 | 240.7 | 5 | 67.2 | Reykjavík, Vestmannaeyjar, þorlákshöfn |
6 | 1204 | Jón Gunnlaugs GK | 224.5 | 9 | 48.8 | Sandgerði |
7 | 253 | Hamar SH 224 | 157.4 | 4 | 48.2 | Rif |