360 tonna rækjuveiði í Arnarfirði árið 2003
Fyrir nokkru síðan þá var frétt hérna á aflafrettir um mokveiðin hjá Agli ÍS á rækjuveiðum í Arnarfirðinum.
Lesa má þá frétt Hérna
Saga rækjuveiða í Arnarfirði er nokkuð löng eins og greint var frá í fréttinni um Egil ÍS, í það minnsta þá á ég
aflatölur um Arnarfjörðin aftur til ársins 1952.
ég ætla ekki að fara með ykkur svo langt aftur í tímann, heldur fara með ykkur aftur til ársins 2003.
þá var heildarrækjuveiði frá 1.janúar til enda apríl árið 2003, samtals 360 tonn,
sjö bátar voru þá á rækjuveiðum í Arnarfirðinum , og voru það þrír stálbátar, einn plastbátur og þrír eikarbátar.
Eins og sést þá voru tveir bátar sem báru eiginlega af í aflanum en það voru Pilot BA 6 og Höfrungur BA 60.
Höfrungur BA var með um 108 tonn afla og þar af var báturinn með 41 tonn í 14 róðrum í mars og mest 4,7 tonn í einni löndun
Pilot BA veiddi líka vel í mars og var þá með 39 tonn í 15 róðrum og mest 3,4 tonn í einni löndun í mars
Ýmir BA sem hóf rækjuveiðar og var aflinn aðeins veiddur í janúar, var langstærsti báturinn en þessi bátur heitir árið 2024,
Siggi Bjarna GK,
Brynjar BA er plastbáturinn og reyndar hélt hann lengst allra af þessum bátum sem voru á veiðum
veturinn 2003, veiðum, því Brynjar BA var á rækjuveiðum í Arnarfirði alveg til ársins 2014.
sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
1 | 1955 | Höfrungur BA 60 | 108.0 | 40 | 2.7 |
2 | 1032 | Pilot BA 6 | 87.1 | 34 | 2.6 |
3 | 1429 | Driffell BA 102 | 44.3 | 39 | 1.1 |
4 | 1329 | Arnfirðingur BA | 37.3 | 28 | 1.3 |
5 | 1947 | Brynjar BA 128 | 36.6 | 31 | 1.8 |
6 | 2394 | Brík BA 2 | 27.1 | 10 | 2.7 |
7 | 2454 | Ýmir BA 32 | 19.7 | 4 | 4.9 |
Höfrungur BA mynd Magnús Jónsson
Pilot BA mynd Eiríkur Ingibjörnsson