Aflahæstu 29 metra togarnir árið 2025.

Jæja þá er komið af því að fara að birta lista yfir aflahæstu báta og togara eftir stærðum og veiðarfærum,


fyrsti listinn fyrir árið 2025 er um 29 metra togaranna árið 2025

þeir voru alls 17, eða í raun 16 því að Hringur SH landaði 66 tonnum í einni löndun og var þetta eina löndun Hrings SH

árið 2025

heildarafli 29 metra togaranna var alls  58 þúsund tonn.

og reyndar þá breyttist skráninginn á Dala Rafn VE, í mars og fékk hann þá SI skráningu.

það voru alls fimm 29 metra togarar sem náðu yfir fimm þúsund tonna afla. 

Til samanburðar þá voru fjórir 29 metra togarar árið 2025 sem yfir fimm þúsund tonna Afla náðu

Þið getið skoðað árið 2024 HÉRNA.

Pálína Þórunn GK jók afla sinn um 1200 tonn frá árinu 2024 til 2025, en reyndar hluta úr árinu 2024 þá var Pálína Þórunn GK 

á rækjuveiðum

Harðbakur EA átti mjög gott ár, árið 2025, en árið 2024 þá var Harðbakur EA í fimmta sætinu með um 4700 tonna afla

árið 2025 þá heldur betur jók Harðbakur EA við afla sinn ,því að 

heildarafli Harðbaks EA árið 2025 var alls 5638 tonn eða tæplega 1000 tonnum meiri en árið 2024

og með þessum afla þá endaði Harðbakur EA aflahæsti 29 metra togarinn árið 2025.

Harðbakur EA mynd Sigmar Þröstur 

Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
17 2685 Hringur SH 153 66.2 1 66.2
16 1595 Frár VE 78 890.3 14 63.5
15 2758 Dala-Rafn VE 508 919.9 15 61.3
14 2749 Farsæll SH 30 2449.2 36 68.1
13 2444 Guðmundur SH 235 2565.9 42 61.1
12 2744 Runólfur SH 135 2691.2 41 65.6
11 2449 Pálína Þórunn GK 49 2988.5 46 64.9
10 2740 Sigurborg SH 12 2991.5 36 83.1
9 2958 Áskell ÞH 48 3495.3 55 63.6
8 2962 Vörður ÞH 44 3522.7 56 62.9
7 2048 Drangavík VE 80 3800.5 74 51.4
6 2433 Frosti ÞH 229 4374.3 66 66.3
5 2954 Vestmannaey VE 54 5220.0 73 71.1
4 2970 Þinganes SF 25 5438.1 69 78.8
3 2966 Steinunn SF 10 5516.3 71 77.7
2 2964 Bergey VE - 44 5522.9 72 76.7
1 2963 Harðbakur EA 3 5638.2 70 80.5
Kæru Lesendur.
árið 2026 komið af stað, ný síða í smíðum
og allur stuðningur vel þeginn
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson