Aflahæstu dragnótabátarnir árið 2023
Svona áður enn haldið er áfram
þá getið til til samanburðar skoða hérna dragnótalistann fyrir árið 2022. ÝTTU HÉRNA
Þá eru það dragnótabátarnir fyrir árið 2023. og árið var bara ansi gott fyrir bátanna.
þeim fækkaði reyndar bátunum um þrjá á milli ára
því að Ísey EA, Onni HU og Finnbjörn ÍS réru ekkert árið 2023
Heilt yfir má segja að árið hafi verið mjög gott, því að flest allir bátarnir juku afla sin
og meira segja bátarnir sem eru í neðstu sætunum juku afla sinn. t.d Harpa HU sem jók aflan sinn um 120 tonn.
Hafrún HU jók aflan sinn um rúmelga 80 tonn.
árið 2022 þá voru 14 bátar sem yfir eitt þúsund tonn náðu, enn árið 2023 þá voru bátarnir 17 sem yfir eitt þúsund tonn náðu
Fróði II ÁR sem lenti í öðru sætinu árið 2022, réri einungis á vertíðinni 2023 og var síðan lagt og er núna til sölu,.
Geir ÞH átti feikilega gott ár því að báturinn jók afla sinn ansi mikið eða um 456 tonn á milli áranna.
En eins og árið 2022 þá var Bárður SH aflahæsti dragnótabátur fyrir árið 2023, og báturinn jók afla sinn ansi mikið eða um 475 tonn.
Ykkar skoðun.
í dragnótaflokknum voru tvær spurning.
fyrst var spurt hvaða Nesfisksbátur yrði aflahæstur. 51% giskuðu á að Sigufari GK yrði hæstur,
34% á að Siggi Bjarna GK yrði hæstur
og 15% á að Benni Sæm GK yrði hæstur.
enn jú það var Sigurfari GK sem var aflahæstur af Nesfisksbátunum og lent í 4 sætinu árið 2023, og líka árið 2022
Nesfisksbátarnir lönduðu samtals 4247 tonnum árið 2023.
Hin spurning var , Hvaða dragnótabátur verður aflahæstur árið 2023?.
Jú þið höfðuð þetta rétt
því að 49,5% giskuðu á að Bárður SH yrði hæstur
19,4 % á að Hásteinn ÁR yrði hæstur
16 % á að Sigurfari GK yrði hæstur.
Bárður SH mynd Vigfús Markússon
Sæti | Sæti árið 2022 | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Veiðarfæri | Meðalafli |
31 | 32 | 741 | Grímsey ST 2 | 216.89 | 31 | 6.9 | |
30 | 33 | 1126 | Harpa HU 4 | 243.95 | 58 | 4.2 | |
29 | 30 | 1979 | Haförn ÞH 26 | 253.23 | 37 | 6.8 | |
28 | 29 | 1102 | Reginn ÁR 228 | 279.65 | 45 | 6.2 | |
27 | 28 | 1575 | Silfurborg SU 22 | 320.33 | 45 | 7.1 | |
26 | 31 | 530 | Hafrún HU 12 | 333.57 | 39 | 8.5 | |
25 | 27 | 1054 | Sveinbjörn Jakobsson SH 10 | 509.79 | 62 | 8.2 | |
24 | 25 | 2463 | Matthías SH 21 | 552.24 | 45 | 12.2 | |
23 | 23 | 1321 | Guðmundur Jensson SH 717 | 587.94 | 64 | 9.2 | |
22 | 21 | 1855 | Maggý VE 108 | 701.27 | 70 | 10.1 | |
21 | 24 | 1246 | Egill SH 195 | 792.08 | 71 | 11.1 | |
20 | 19 | 1755 | Aðalbjörg RE 5 | 800.82 | 108 | 7.4 | |
19 | 17 | 1856 | Rifsari SH 70 | 903.53 | 85 | 10.6 | |
18 | 2 | 2773 | Fróði II ÁR 38 | 907.52 | 26 | 34.9 | |
17 | 9 | 1343 | Magnús SH 205 | 1012.44 | 79 | 12.8 | |
16 | 16 | 2940 | Hafborg EA 152 | 1040.00 | 81 | 12.8 | |
15 | 15 | 1304 | Ólafur Bjarnason SH 137 | 1114.31 | 95 | 11.7 | |
14 | 22 | 2462 | Gunnar Bjarnason SH 122 | 1185.51 | 111 | 10.6 | |
13 | 14 | 1399 | Patrekur BA 64 | 1191.84 | 95 | 12.5 | |
12 | 12 | 2430 | Benni Sæm GK 26 | 1297.62 | 126 | 10.3 | |
11 | 7 | 1134 | Steinunn SH 167 | 1342.40 | 85 | 15.8 | |
10 | 10 | 2330 | Esjar SH 75 | 1350.59 | 122 | 11.1 | |
9 | 8 | 2454 | Siggi Bjarna GK 5 | 1393.43 | 120 | 11.6 | |
8 | 5 | 2313 | Ásdís ÍS 2 | 1404.57 | 124 | 11.3 | |
7 | 18 | 2446 | Þorlákur ÍS 15 | 1445.58 | 117 | 12.3 | |
6 | 13 | 1028 | Saxhamar SH 50 | 1459.80 | 93 | 15.7 | |
5 | 6 | 2340 | Egill ÍS 77 | 1461.33 | 117 | 12.4 | |
4 | 4 | 2403 | Sigurfari GK 138 | 1556.71 | 132 | 11.8 | |
3 | 3 | 1751 | Hásteinn ÁR 8 | 1608.56 | 60 | 26.8 | |
2 | 11 | 2408 | Geir ÞH 150 | 1671.46 | 107 | 15.6 | |
1 | 1 | 2965 | Bárður SH 81 | 2560.20 | 152 | 16.8 |