Aflahæstu netabátar í mars.1995


Mars hefur alltaf verið mjög stór aflamánuður og í pistlum hérna á Aflafrettir.is þá hefur verið minnst á mokafla sem var 

hjá netabátunum í mars.  

en þá var kvótinn sem stjórnaði ansi mikið veiðunum og sem dæmi þá fékk Hafnarberg RE um 130 tonn í aðeins 6 rórðum en hætti þá veiðum 

og fór ekki á veiðar aftur fyrr enn í apríl.  á netin,

netakóngurinn Grétar Mar skipstjóri á Bergi Vigfús GK bara þarna  höfuð og herðar yfir aðra báta

því hann var langaflahæstur með 396 tonn í 20 rórðum og mest 45 tonn í einni löndun,

Oddur sæm skipstjóri á Stafnesi KE kom þar á eftir,

og síðan Hásteinn ÁR, en þessi Hásteinn ÁR er sami bátur og er að róa á dragnót núna  árið 2020.

Athygli vekur að Sjöfn II NS er í sæti númer 6,

Ég skrifaði séstaklega um þennan afla hjá Sjöfn II NS, og má lesa það hérna


Annars er nokkuð forvitnilegt að renna yfir listann, þarna er t.d Máni GK,  Ósk KE og Guðfinnur KE,

Síðan er Gunnar Hámundarsson GK líká á þessum lista og er þetta þriðji listinn í röð sem að báturinn er á,

Minnisti báturinn á þessum lista er örugglega Eyrún ÁR en hún er ekki nema 26 tonn að stærð en kom mest 23,3 tonn 

í land og má leiða af því líkum að báturinn hafi gjörsamlega verið á nösunum þegar hann kom til hafnar,

síðan er einn útilegu bátur þarna Sæljón SU 


Bergur Vigfús GK þarna Skógey SF mynd Sverrir aðalsteinsson
Sæti sknr Nafn Afli Landanir mest Höfn
1 974 Bergur Vigfús GK 396.1 20 45.1 Sandgerði
2 980 Stafnes KE 330.9 19 51.1 Sandgerði, Keflavík
3 1751 Hásteinn ÁR 304.2 25 25.3 Þorlákshöfn
4 88 Geirfugl GK 304.1 15 41.7 Grindavík, Keflavík
5 1236 Þórir SF 265.3 13 34.7 Hornafjörður
6 297 Sjöfn II NS 256.1 18 27.8 Grindavík, Bakkafjörður
7 124 Gaukur GK 248.3 15 56.1 Grindavík,Keflavík
8 67 Hafberg GK 244.4 19 23.1 Grindavík
9 1063 Kópur GK 232.9 17 28.1 Grindavík, Keflavík
10 89 Happasæll KE 227.6 23 28.5 Keflavík, Grindavík
11 1324 Bjarni Gíslason SF 225.5 19 34.2 Hornafjörður
12 254 Sæborg GK 225.1 14 37.5 Grindavík
13 1855 Sæfari ÁR 218.1 21 39.3 Þorlákshöfn
14 918 Sigurbára VE 216.3 26 16.7 Vestmannaeyjar
15 671 Máni GK 216.1 15 34.2 Grindavík
16 363 Ósk KE 214.8 17 31.1 sandgerði
17 120 Erling KE 205.1 20 20.5 Keflavík
18 1206 Öðlingur SF 203.9 22 19.3 Hornafjörður
19 1371 Guðfinnur KE 197.4 22 25.2 sandgerði
20 1415 Hafdís SF 183.5 15 20.1 Hornafjörður
21 145 Þorsteinn GK 182.2 20 20.3 Grindavík
22 1042 Vörður ÞH 177.1 20 20.2 Grindavík
23 1264 Steinunn SF 175.5 9 37.3 Hornafjörður
24 490 Gullborg VE 175.4 25 13.3 Vestmannaeyjar
25 243 Guðrún VE 171.1 16 30.5 Vestmannaeyjar
26 133 Álaborg ÁR 169.9 25 29.8 Þorlákshöfn
27 1315 Eyrún ÁR 164.4 18 23.3 Þorlákshöfn
28 1068 Sæljón SU 158.2 4 68.2 Eskifjörður
29 500 Gunnar Hámundarsson GK 156.8 20 16.5 Keflavík
30 237 Hrungnir GK 155.8 16 15.3 Grindavík